Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Side 212

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Side 212
1959 — 210 arið, sem ég hefði um tíma gegnt sjúkrasamlagsstörfum fyrir ... [heim- ilisjlækni, sem og rétt var, því að staðgengill hans var ég einn eða tvo mánuði sumarið 1947 (júni og júli). Sagðist hún einu sinni hafa komið á lækningastofu mina vegna meiðsla í baki eftir byltu, en hún hefði svo fengið meðferð hjá ... lækni, sér- fræðingi í gigtarsjúkdómum. Minntist ég þá, að fundum okkar hafði borið saman. Meðan ég dvaldi á heimili frú S. sálugu umrætt kvöld, fannst mér fas hennar og látbragð allt með eðlileg- um hætti, svo og allur hugsanagangur hennar. Andlitshreyfingar og útlima- hreyfingar hennar virtust mér eðli- legar, og kom þar ekkert fram, sem minnt gæti mig á lömun né eftirstöðv- ar hennar. Taldi ég hana því alveg vitandi vits um, hvað verið var að gjöra á heimili hennar þetta kvöld. Sem svar við spurningu yðar, herra hæstaréttarlögmaður, varðandi vottorð ... [heimilisjlæknis, tel ég fráleitt, að liægt sé að kalla frú S. sálugu „örvasa gamalmenni“ og því síður „elliæra“ kvöld það, sem ég dvaldi á heimili hennar, og þykist hafa leitt rök að þvi, að hegðun hennar hafi umrætt kvöld verið á allt annan veg en svo hafi á sannazt. Mér er ekki fært að svara fleiri spurningum yðar, herra hæstaréttar- lögmaður, vegna ókunnugleika míns á málavöxtum.“ [heimilisjlæknir kom fyrir skiptarétt Reykjavíkur 22. maí 1958, og er framburður hans bókaður á þessa leið: „Var lesið fyrir vitninu endurrit af bréfi Gunnars A. Pálssonar, dags. 12. febrúar 1957, og enn fremur bréf ... [heimilisjlæknis, dags. 15. febrúar 1957. Lýsir vitnið því yfir, að í bréfi þess sé rétt skýrt frá um heilsufar S. E.-dóttur. Að gefnu tilefni lýsir vitnið því yfir, að kölkunin hafi verið fyrst og fremst í heila og raunar í öllum líkamanum, þ. á m. í leiðslukerfi hjart- ans. Gunnar A. Pálsson hrl. óskar þess, að eftirfarandi spurningar verði lagð- ar fyrir vitnið: 1. Telur vitnið, að arfleiðandi hafi a. m. k. nokkurn tíma eftir áttrætt, 21. apríl 1952, verið fær um að hugsa ljóst, t. d. svo ljóst, að hún væri fær um að gera arfleiðsluskrá? Vitnið svarar spurningunni þannig: Hún var búin að missa það mikla dómgreind, að hún gat ekki, að mínu áliti, tekið neinar mikilvægar ákvarð- anir, enda orðin senil frá áttræðu. 2. Hafði arfleifandi eftir áttrætt líkamlegan möguleika til að vera and- lega „klár“ einstök skipti? Svar: Hún var lík að því leyti á þeim tímum, sem ég kom til hennar, vegna æðakölkunar og áorðinna breyt- ingu í heila. Verður svarið þvi neit- andi. 3. Hafði arfleifandi að áliti vitnis- ins nokkurn tima eftir áttrætt svo ljósa glætu andlega, að hún gæti skil- ið fjármál eða fjármálaráðstafanir? Svar: Hygg að svo hafi ekki verið. 4. Veit vitnið til, eða telur það lík- legt, að arfleifandi hafi orðið eða hefði orðið miður sín, ef hún kom ekki öllu fram, sem hún óskaði það og það skiptið? Svar: Ég veit ekki til, að hún hafi orðið það, en geri ráð fyrir, að hún hefði orðið það, ef því hefði verið að skipta. 5. Gat slíkt verið hættulegt fyrir hana? Svar: Það er liklegt. 6. Telur vitnið, að læknisfróður maður hefði getað dæmt um andlegt og likamlegt ástand arfleifanda með jivi að horfa á hana og tala við hana án þess að framkvæma á henni lækn- isfræðilega skoðun? Svar: Ékki nema að mjög litlu leyti. Eftir ósk umboðsmanns sóknaraðila var lesið fyrir vitninu bréf Sigurðar Samúelssonar læknis, dags. 2. april 1957, dskj. 23, og óskar hann eftir, að þessar spurningar verði lagðar fynr vitnið: 7. Telur vitnið, að það sem segir á dskj. 23 um arfleifanda, þ. e. að fas liennar, látbragð, hugsanagangur, and- litshreyfingar, útlimahreyfingar, hafi virzt próf. Sigurði eðlilegt, — get* hafa komið heim við staðreyndir? Svar: Mín reynsla var allt önnur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.