Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Blaðsíða 216
1959
— 214 —
minnir þa<5. Um gang og eðli sjúk-
dómsins og útlit og fas sjúklings man
ég, svo og andlegt og likamlegt ástand
lians.
Mættur Gústaf A. Sveinsson óskar
eftirfarandi spurningar bornar upp
fyrir vitninu:
Nr. 1. Hvaðan hefur vitnið dagsetn-
ingu á áttræðisafmæli S.?
Svar: Fékk að vita um aldur henn-
ar hjá ættingjum hinnar látnu, er ég
skrifaði dánarvottorð, en ekki eftir
journölum.
Nr. 2. Hvenær vitjaði vitnið S. síð-
ast fyrir 21. ágúst 1954?
Svar: Get ekki svarað þvi, ég kom
þangað 5. mai 1954 og veiktist sama
dag og var frá verki þar til í júlíbyrj-
un, og tel það sjálfsagt, að ég hafi
komið til S. fljótlega, eftir að ég fór
að vinna, en man þó ekki nákvæm-
lega. Mig minnir, að fljótlega eftir að
ég auglýsti, að ég væri aftur tekinn
til starfa, hafi verið hringt til min frá
henni og ég beðinn um vitjun. Ég man
það, að hún fékk engin köst í júli eða
ágústmánuði 1954, og ekkert bar sér-
stakt til tíðinda um heilsu hennar, og
ástand hennar óbreytt, að því er ég
held.
Vitnið lýsir því yfir, að það muni
það, að í fyrsta skipti, sem það kom
til S., eftir að það byrjaði vitjanir í
júlíbyrjun 1954, að S. segði því, að
ekkert sérstakt hafi komið fyrir, með-
an vitnið var fjarverandi.
Nr. 3. Hvaða dag 1947 byrjaði heilsu
S. að hnigna?
Svar: Man það ekki, en held, að það
hafi verið að sumarlagi 1947, en þá
fékk hún byltu, og held ég, að hún
hafi verið röntgenskoðuð, væntanlega
á Landspítalanum.“
Læknirinn kom enn fyrir skiptarétt
3. nóvember 1958, þar sem bókað er
á þessa leið:
„Gústaf A. Sveinsson óskar, að eftir-
farandi framhaldsspurningar verði
lagðar fyrir vitnið:
Nr. 4. Skoðaði sérfræðingur S., er
hún fékk tilfellið 1947?
Svar: Nei, ekki sérfræðingur í tauga-
sjúkdómum, en vitnið kveðst sjálfur
sérfræðingur i innri sjúkdómum, þar
með töldum hjarta-, æða- og að nokkru
leyti heilasjúkdómum, að því er æð-
arnar snertir. Sjúkdómar i heilavef,
taugavef og starfrænar truflanir eru
utan þess sérgreinar, en kveðst vitnið
hafa fengizt við slíka sjúkdóma, með-
an það var læknir á Landspítalanum
árin 1930—1933. Kveðst vitnið hafa
reynt að losa sig við þær rannsóknir,
eftir að það fór í praxis.
Nr. 5. Skoðaði augnlæknir S.?
Svar: Veit það ekki.
Nr. 6. En háls-, nef- og eyrnalæknir?
Svar: Tel víst, að hann hafi verið
látinn skoða hana, ef röntgenskoðun
hefur ekki farið fram i sambandi við
hugsanlegt höfuðkúpubrot.
Nr. 7. Var blóðþrýstingur rétt um
200, eða getur vitnið ákveðið töluna
nánar?
Svar: Hygg, að hann hafi aldrei
verið yfir 220. En yfirleitt um 180
milli kasta.
Nr. 8. Gaf vitnið lyf við óregluleg-
um púls?
Svar: Já, ég gaf henni digilanatum
stöðugt eftir tilfellið 1947 og til dauða-
dags hennar.
Vitnið kveðst hafa gefið út dánar-
vottorð fyrir hina látnu og kveðst fús
til að afhenda réttinum endurrit þess.
Nr. 9. Fór fram hjartarannsókn, sér-
staklega með tilliti til púls?
Svar: Já, vísa til svars við 6. spurn-
ingu i réttarhaldi 28. maí s. 1., svo og
til 14. spurningar í sama réttarhaldi.
Getur ekki svarað þessu nánar. Frek-
ari rannsókn var ekki hægt að gera
1 heimahúsum nema með sérstökum
áhöldum, sem þá voru ekki til hér,
eða a. m. k. átti ég ekkert slíkt tæki
og hafði ekki aðgang að því.
Nr. 10. Hvers vegna talar vitnið
sérstaklega um kölkun í leiðslukerfi
hjartans i réttarhaldi 22. mai s. 1.?
Svar: Vegna þess að ég hef tekið
fram, að púlsinn hafi verið mjög ó-
reglulegur.
Nr. 11. Hvar var kölkunin sérstak-
lega í heilanum?
Svar: í æðum, sem liggja að mið-
heila, og samböndum milli miðheilans
og litla heilans og fram í lobus tem-
poralis. Tel, að kölkunin hafi verið í
öllum slagæðum likamans.
Nr. 12. Var andlegt ástand S. svo