Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1959, Qupperneq 234
1959
— 232 —
Maðurinn var örvhendur, en skrif-
aði með hægri hönd.
Sárin voru lengi að gróa, og slasaði
dvaldist á sjúkrahúsinu á ...firði, en
síðari hluta s. 1. árs hefur hann beðið
eftir því, að stúfurinn yrði tiltækur, til
að hægt væri að nota gervilim.
Hann hefur nú fengið gervilim, og
allar líkur benda til, að hann geti not-
að gerviliminn á venjulegan hátt við
grófari störf, en hann hyggst til að
byrja með snúa sér að landbúnaðar-
störfum og vinna í sveit.
Vegna þessa slyss þá hefur maður-
inn hlotið varanlega örorku, og telst
örorka slasaða því hæfilega metin svo:
í 12 mánuði 100% örorka og síðan
varanleg örorka 75%.“
Eftir að mál þetta barst læknaráði,
hefur lögmaður stefnanda sent ráðinu
svohljóðandi vottorð ... cand. med.,
..., dags. 5. nóvember 1961.
„B. T. Þ.-son, f. ... 1933, heimili
. .. Varð fyrir slysi í febrúar 1960,
missti þá framan af h. handl. fyrir
ofan olnboga. Fékk gervilim í apríl
’61. Samkvæmt lýsingu viðkomandi
og eftir skoðun undirritaðs eru lítil
not af þessum lim, nema hann sé
réttur (extenderaður) eða því sem
næst í olnbogalið.
Ef viðkomandi reynir að taka upp
eða halda einhverjum hlut, sem vegur
þó ekki meira en 1—2 kg, vill limur-
inn réttast i olnbogalið. Hefur því við-
komandi lítil not af gervilimnum nema
með beinu átaki, en þá getur hann
tekið upp allþunga hluti og þannig
haldið þeim.“
Málið er lagt fyrir læknaráð
I á þá leið,
fctð beiðzt er umsagnar um eftirgreind
tatriði:
1. Fellst læknaráð á mat Páls Sig-
lirðssonar læknis á örorku stefnanda
af völdum slyss þess, sem í málinu
greinir?
2. Ef svo er ekki, hver telst þá
hæfilega metin örorka stefnanda af
völdum slyssins?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Lækndráð fellst á örorkumat Páls
Sigurðssonar tryggingayfirlæknis,
dags. 2. marz 1961.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 20. desember
1961, staðfest af forseta og ritara 31.
s. m. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi sjó- og verzlunar-
dóms Reykjavíkur 17. maí 1962 var stefnda,
Þórólfur Mostrarskcgg h.f., dæmt til að greiða
stefnanda, B. T. Þ.-syni, kr. 352 071,00 með
6% ársvöxtum frá 16. febrúar 1960 til 22.
febrúar s. á., 9% ársvöxtum frá þeim degi
til 29. desember s. á. og 7% ársvöxtum frá
þeim degi til greiðsludags og kr. 26 000,00 í
málskostnað.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefnda.
Áður en dómur gekk, hafði stefnandi fengið
kaup og greiðslu upp i bætur frá ábyrgðar-
tryggjanda samtals kr. 127 929,00. Við ákvörð-
un bótafjárhæðar var tekið tillit til bóta
þeirra, sem stefnandi á rétt á að fá frá Trygg-
ingastofnun ríkisins, samtals kr. 206 565,15.