Studia Islandica - 01.06.1940, Page 57

Studia Islandica - 01.06.1940, Page 57
55 Geir biskup Yídalín með einni saman hliðsjón af stíln- um í Minnisverðum tíðindum eða ritgerðir Tómasar Sæmundssonar eftir málfari þeirra jafnaldra hans, Jónasar og Konráðs? Stíll Hrafnkötlu virðist mér hvergi, jafnvel ekki þar sem fljótast er yfir sögu farið, bera nein merki hins frumstæða frásagnarháttar alþýðlegra munn- mæla, sem berlega kemur fram sums staðar í hinum eldri austfirzku sögum, Dropl. s. sögu og Vopnfirð- inga sögu. Meira mótar fyrir áhrifum frá hinum lærða stíl, þó að ekki sé nema eins og slitur af gömlum viðj- um. Yfirleitt nýtur hinn fullþroskaði, íslenzki sögu- stíll 13. aldar sín í bókinni. Nú er hún rituð í héraði, sem var afskekkt frá höfuðstöðvum sagnaritunarinn- ar, og af manni, sem varla hefur samið mikið annað, a. m. k. ekki neitt, sem enn er til. Það mætti því gera ráð fyrir, að sagan væri að stílfágun heldur á eftir en undan sínum tíma og rituð mjög seint á öldinni. Enda kemur það heim við önnur atriði, sem geta gef- ið bendingar um aldur hennar. V. MANNLÝSINGAR. Þess er áður .getið, að í Hrafnkötlu er ekki lýst nema átta mönnum. Allir eru þeir auðkenndir, en þó er mjög misjafnlega til lýsinganna vandað, eftir því hlutverki, sem þeir hafa í sögunni. Einar Þorbjarnarson kemur oss framar öllu fyrir sjónir sem leiksoppur örlaganna. Faðir hans segir honum ekki til, að hann skuli leita sér vistar, fyrr en komið er vor. Af því leiðir, að hann á ekki kost á öðru en gerast smalamaður, svo vel menntur sem hann er. Hann hefur gæðinginn Freyfaxa, sem hon- um er bannað að snerta, fyrir augunum allt sumar-

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.