Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 57

Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 57
55 Geir biskup Yídalín með einni saman hliðsjón af stíln- um í Minnisverðum tíðindum eða ritgerðir Tómasar Sæmundssonar eftir málfari þeirra jafnaldra hans, Jónasar og Konráðs? Stíll Hrafnkötlu virðist mér hvergi, jafnvel ekki þar sem fljótast er yfir sögu farið, bera nein merki hins frumstæða frásagnarháttar alþýðlegra munn- mæla, sem berlega kemur fram sums staðar í hinum eldri austfirzku sögum, Dropl. s. sögu og Vopnfirð- inga sögu. Meira mótar fyrir áhrifum frá hinum lærða stíl, þó að ekki sé nema eins og slitur af gömlum viðj- um. Yfirleitt nýtur hinn fullþroskaði, íslenzki sögu- stíll 13. aldar sín í bókinni. Nú er hún rituð í héraði, sem var afskekkt frá höfuðstöðvum sagnaritunarinn- ar, og af manni, sem varla hefur samið mikið annað, a. m. k. ekki neitt, sem enn er til. Það mætti því gera ráð fyrir, að sagan væri að stílfágun heldur á eftir en undan sínum tíma og rituð mjög seint á öldinni. Enda kemur það heim við önnur atriði, sem geta gef- ið bendingar um aldur hennar. V. MANNLÝSINGAR. Þess er áður .getið, að í Hrafnkötlu er ekki lýst nema átta mönnum. Allir eru þeir auðkenndir, en þó er mjög misjafnlega til lýsinganna vandað, eftir því hlutverki, sem þeir hafa í sögunni. Einar Þorbjarnarson kemur oss framar öllu fyrir sjónir sem leiksoppur örlaganna. Faðir hans segir honum ekki til, að hann skuli leita sér vistar, fyrr en komið er vor. Af því leiðir, að hann á ekki kost á öðru en gerast smalamaður, svo vel menntur sem hann er. Hann hefur gæðinginn Freyfaxa, sem hon- um er bannað að snerta, fyrir augunum allt sumar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.