Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 60

Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 60
58 ekki til hugar, að dóminum verði fram fylgt, lætur ekki halda vörð á bæ sínum og sefur fram yfir ris- mál morguninn, sem óvinirnir koma að Aðalbóli. Hann er óvinsæll, svo að mörgum mönnum þykir það vel farið, að hann fái makleg málagjöld ójafnaðar síns. En ofsinn er ekki eini þátturinn í skapferli hans. Hess er getið, að hann hafi verið linur og blíður við sína menn (þ. e. a. s. nágranna sína, sem hann hafði gefið land í sjálfum Hrafnkelsdal). Hann tekur sér það nærri að verða að vega Einar og býður Þorbirni hinar höfðinglegustu bætur fyrir vígið. Þau sáttaboð eru mjög rækilega orðuð í sögunni og kemur fram í þeim raungæði og hugkvæmni. Er það nauðsynlegt, að hið drengilega í fari Hrafnkels komi skýrt fram í upphafi sögunnar, því annars væri erfiðara fyrir les- andann að sætta sig við uppreist hans að lokum. Hitt er fullskiljanlegt, ekki einungis eftir skaplyndi Hrafn- kels, heldur líka metnaði hvers íslenzks höfðingja á þjóðveldistímanum, að hann þoli ekki að unna óbreytt- um þingmanni sínum þess metnaðar að leggja málið í gerð. Þegar Hrafnkell vegur Einar, á hann um tvo kosti að velja, og er hvortveggi illur. Annars vegar er eið- ur hans, hins vegar að vega heimamann sinn, sem er honum geðfelldur, fyrir litlar sakir. Þetta er algengt efnisatriði í fornbókmenntunum, bæði Eddukvæðum og sögum. Örlögin geta ekið mönnum í þær öngvar, að hermdarverk sé skásta úrræðið. Bolli verður að vega Kjartan fóstbróður sinn, Gísli Súrsson Þorgrím mág sinn, Flosi að brenna Njál og Bergþóru inni. En mikilmennin velja hiklaust, þó að þeim þyki verk- in ill. Miklu örðugra er samt fyrir Iirafnkel að kjósa um þá tvo kosti, sem Sámur setur honum: að hreppa skjótan dauða eða lifa við vansæmd, hrakinn og nið- urlægður. Sóminn var samkvæmt lífsskoðun hetju-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.