Studia Islandica - 01.06.1940, Page 60

Studia Islandica - 01.06.1940, Page 60
58 ekki til hugar, að dóminum verði fram fylgt, lætur ekki halda vörð á bæ sínum og sefur fram yfir ris- mál morguninn, sem óvinirnir koma að Aðalbóli. Hann er óvinsæll, svo að mörgum mönnum þykir það vel farið, að hann fái makleg málagjöld ójafnaðar síns. En ofsinn er ekki eini þátturinn í skapferli hans. Hess er getið, að hann hafi verið linur og blíður við sína menn (þ. e. a. s. nágranna sína, sem hann hafði gefið land í sjálfum Hrafnkelsdal). Hann tekur sér það nærri að verða að vega Einar og býður Þorbirni hinar höfðinglegustu bætur fyrir vígið. Þau sáttaboð eru mjög rækilega orðuð í sögunni og kemur fram í þeim raungæði og hugkvæmni. Er það nauðsynlegt, að hið drengilega í fari Hrafnkels komi skýrt fram í upphafi sögunnar, því annars væri erfiðara fyrir les- andann að sætta sig við uppreist hans að lokum. Hitt er fullskiljanlegt, ekki einungis eftir skaplyndi Hrafn- kels, heldur líka metnaði hvers íslenzks höfðingja á þjóðveldistímanum, að hann þoli ekki að unna óbreytt- um þingmanni sínum þess metnaðar að leggja málið í gerð. Þegar Hrafnkell vegur Einar, á hann um tvo kosti að velja, og er hvortveggi illur. Annars vegar er eið- ur hans, hins vegar að vega heimamann sinn, sem er honum geðfelldur, fyrir litlar sakir. Þetta er algengt efnisatriði í fornbókmenntunum, bæði Eddukvæðum og sögum. Örlögin geta ekið mönnum í þær öngvar, að hermdarverk sé skásta úrræðið. Bolli verður að vega Kjartan fóstbróður sinn, Gísli Súrsson Þorgrím mág sinn, Flosi að brenna Njál og Bergþóru inni. En mikilmennin velja hiklaust, þó að þeim þyki verk- in ill. Miklu örðugra er samt fyrir Iirafnkel að kjósa um þá tvo kosti, sem Sámur setur honum: að hreppa skjótan dauða eða lifa við vansæmd, hrakinn og nið- urlægður. Sóminn var samkvæmt lífsskoðun hetju-

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.