Studia Islandica - 01.06.1983, Qupperneq 123
121
föður annarrar Þórgunnu. Bæði Þórgunna og Þórgunn eru al-
geng nöfn í norskum bréfum á 14.—16. öld, og nafnið kemur fyrir
í forndönsku og fomsænsku.
15) Vésteinn Ölason (1971, 24) hefur talið „freistandi að líta svo á
að Fróðárundur beri að skilja sem refsingu sem lögð sé á Þuríði
fyrir óleyfilegt samband hennar og Bjöms Breiðvikingakappa."
Þetta er ólíklegt, m.a. vegna þess, hve undrin koma lítið við
Þuríði, enda vinna bæði Þuríður og Þóroddur til sektar í Fróðár-
undraþættinum sjálfum.
16) Valbjamarvellir hafa verið alræmdir að fornu fyrir torleiði. 1
Þorgils sögu skarða, 29. kap. (Sturl. II, 180), fær Þorgils árið
1253 bóndann á Valbjamarvöllum til að vísa sér og sínum mönn-
um leið að kvöldi dags, enda þótt miklu varði að ferð þeirra
spyrjist ekki. 1 þremur samstofna frásögnum af Guðmundi góða
verður kraftaverk til þess að Eyjólfur Kársson kemst undan með
Guðmund um Valbjarnarvelli í náttmyrkri og foraðsveðri, þegar
hann nemur hann brott af Hvítárvöllum árið 1219, frá Arnóri
Tumasyni. 1 Islendinga sögu, 36. kap., segir að þeir fengu hvergi
blautt um Valbjamarvöllu, en hrælog brunnu af spjótum þeirra,
svo að lýsti af (Sturl. I, 334). Sama sagir í Guðmundar sögu
Arasonar, sem kölluð er hin elsta, í 69. kap. (Bisk. I, 509),
en í Guðmundar sögu Amgrims Brandssonar, 53. kap. (Bisk. II,
108-109), er frásögnin miklu margorðari, þótt efnisatriði séu hin
sömu. Þar er Eyjólfur m.a. látirm segja við biskup um leiðina
yfir Valbjamarvöllu: „þann veg em þau fen, at varla kemst
yfir í Ijósi þótt leitat sé, en nú þröngvir oss bæði veðrit ok
náttmyrkr, munu vér þaðan merkja, hvárt guði líkar betr, at
þér séð í várri ferð eðr valdi Amórs.“
17) 1 V2 og M segir ennfremur: „bóndi lét stökkva vígðu vatni um
öll hús“. (GV, 97). Það er reyndar nokkurt óraunsæi að gera
ráð fyrir því að bóndi hafi haft handbært vigt vatn svo skömmu
eftir kristnitöku, enda þótt slíkt hafi verið alsiða siðar. (Sbr. 14.4.).
18) Mundal (1974, 143) vill tengja urðarmánann við „náljoset“ í
norskri þjóðtrú. Það er ljós sem birtist yfir feigum manni, en
ekki í mynd tungls. Tengslin em því hæpin.
19) 1 22. visu Völuspár hafa útgefendur og skýrendur ýmist lesið
eitt vísuorðið „seið hon [0: völvan] hug leikinn", sem Finnur
Jónsson þýðir „hun gjorde (folks) sind til genstand for sejd, sá