Rit Mógilsár - 2014, Page 5

Rit Mógilsár - 2014, Page 5
Rit Mógilsár 31/2014 5 Árleg fagráðstefna skógræktar var haldin á Hótel Selfossi dagana 12. og 13. mars 2014. Yfirskrift ráðstefnunnar var að þessu sinni Skógur og skipulag og skipulagsmálin voru að mestu ráðandi á dagskránni fyrri dag- inn. Skógfræðingafélagið hafði kvöldið áður hafið leikinn með því að halda aðalfund sinn, þriðjudagskvöldið 11. mars. Skipulag ráðstefnunnar var á höndum Suður- landsskóga, Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, umdæmis skógarvarðar Skógræktar ríkisins á Suðurlandi, Skógfræðingafélags Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Lands- samtaka skógareigenda og Skógræktar félags Íslands. Erindi á ráðstefnunni voru 22 og þar fyrir utan fjögur örerindi um fjölbreytileg efni, bæði tengd skógrækt og ekki. Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður fjallaði um jákvæða fjölmiðla, Ásgeir Guðnason sagði frá ræktun botnlægra sjávardýra á Eyrarbakka, kynnt var bókin Skógarauðlindin og einnig framleiðsla fyrirtækisins Fengs á viðarkögglum til marg- víslegra nota. Auk erindanna voru kynnt allmörg veggspjöld. Að loknum fyrirlestrum fyrri daginn var gengið í Hellisskóg í ákafri kalsarigningu og slyddu þar sem fundarfólk naut veitinga í hellinum sem skógurinn er kenndur við. Hellisskógur er aðalræktunar- svæði Skógræktarfélags Selfoss og þar hefur skógur verið ræktaður frá árinu 1986. Um kvöldið var að venju haldin skemmti- dagskrá með hátíðarkvöldverði. Þar tróð meðal annars upp rokkhljómsveit skipuð skógarmönnum úr flestum ef ekki öllum landsfjórðungum. Samkvæmt þeirri hefð sem skapast hefur býðst fyrirlesurum á Fagráðstefnu skóg- ræktar að birta greinar upp úr erindum sínum í Riti Mógilsár. Hér birtast erindi þeirra sem ákváðu að þekkjast boðið, alls 17 greinar, nokkrar um skipulagsmál en aðrar um fjölbreytileg skógarmálefni. Ritnefnd þakkar höfundum fyrir ánægjulegt samstarf og vönduð vinnubrögð. Rit Mógilsár birtist nú í nýjum búningi sem ritnefnd vonast til að lesendum falli vel í geð. Ritið er bæði prentað í litlu upplagi auk þess að vera aðgengilegt á vefnum (www.skogur.is). Þar má hlaða því niður í heild eða einstökum greinum. Fyrir hönd ritnefndar, Pétur Halldórsson Fylgt úr hlaði

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.