Rit Mógilsár - 2014, Qupperneq 16

Rit Mógilsár - 2014, Qupperneq 16
16 Rit Mógilsár 31/2014 upplýst um ný skógræktaráform. Í nýrri reglugerð með lögum um framkvæmda- leyfi (nr. 772, 2012) segir: Afla skal framkvæmdaleyfis sveitarstjórna vegna meiriháttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess (13. gr.). Þetta er skýrt nánar í reglugerðinni. Þar segir að þær framkvæmdir sem geta verið háðar framkvæmdaleyfi séu meðal annars: …jarðgöng, …flugvellir, …hafnarmannvirki, … varnargarðar, fyrirhleðslur, …nýræktun skóga, …hvort sem um er að ræða nytjaskóg, útiv- istarskóg eða varanlega skógareyðingu (5. gr.) Við mat á því hvort framkvæmd telst meiri háttar, þ.e. aðrar en þær framkvæmdir sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum en þær eru alltaf framkvæmdaleyfisskyldar, skal hafa til hliðsjónar stærð og umfang fram- kvæmdar, varanleika, áhrif á landslag, ásýnd umhverfisins og önnur umhverfisáhrif. Leyfisveitandinn (sveitarstjórn) metur hvort framkvæmdin sé leyfisskyld. Framkvæmdir sem teljast óverulegar eru ekki háðar fram- kvæmdaleyfi en geta þó verið skipulags- skyldar. Með óverulegri framkvæmd er átt við framkvæmd sem hefur óveruleg áhrif á umhverfið og ásýnd þess. Framkvæmdir sem teljast óverulegar samkvæmt reglu gerð um framkvæmdaleyfi, eru til dæmis trjárækt á frístundalóðum. Afstaða sveitarstjórna til leyfis veitinga getur verið breytileg frá einu sveitarfélagi til annars. Því má velta fyrir sér hvort aðrar skógræktarframkvæmdir eins og grisjun, og skógarhögg sem ekki leiðir til varan legrar skógareyðingar eða slóðagerð tengd grisjun og hirðingu verði taldar meiri háttar framkvæmdir, sem kalli á framkvæmda leyfi. Móta þarf vinnureglur í samráði við sveitarfélögin um þessi atriði. Vonast er til að ný og uppfærð II. útgáfa leiðbeininga um skógrækt í skipulagi sveitar- félaga verði samskiptalína milli sveitarfélaga, Skipulagsstofnunar og framkvæmdaraðila um framkvæmd skógræktar á Íslandi. Aðrar væntanlegar breytingar Ýmsar breytingar á öðrum lögum og reglugerðum sem snerta skógrækt eru í farvatninu og kunna að hafa í för með sér nýjan veruleika. Hér má nefna lög um náttúruvernd og lög um mat á umhverfis- áhrifum og lengi hefur verið kallað eftir nýjum skógræktarlögum. Niðurstaða höfundar er sú að í flestum tilfellum hafi tekist að koma á samskipta- leiðum milli framkvæmdaraðila í skógrækt og sveitarfélaga um stöðu skógræktar í skipulagi sveitarfélaga. Þar hefur verið fjallað á upplýsandi hátt um möguleika skógræktar í skipulagstillögum. Alltaf má telja mikilvægt að ágreiningur sé leystur þannig að áfram verði hægt að byggja upp skógarauðlind sem víðast hér á landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Rit Mógilsár

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.