Rit Mógilsár - 2014, Side 46

Rit Mógilsár - 2014, Side 46
46 Rit Mógilsár 31/2014 jákvæða ímynd af ræktunarstörfum. Ljóst er að nauðsynlegt er að hressa upp á ímynd skógræktar sem atvinnu greinar. Skógræktin hefur löngum verið álitin áhugamál miðaldra fólks, áhugamál sem kviknar gjarnan þegar fólk er komið fyrir vind fjárhagslega og hefur tíma og fjárráð til að fara að sinna hugðarefnum sínum. Vissulega kveikja foreldrar oft áhuga barna sinna á áhugamálum sínum en kannski er það ekki markvissasta leiðin til að markaðssetja skógrækt sem alvöru atvinnugrein. Markviss kynning á skógrækt sem atvinnugrein þyrfti að fara fram í skólum landsins, ásamt því að veita ungu fólki tækifæri til að kynnast alvöru störfum innan skógræktarinnar. Jafnframt þarf að kynna fyrir ungu fólki hvaða atvinnutækifæri geta falist í skógræktinni og hverjir atvinnumöguleikarnir eru innan greinarinnar, vilji það mennta sig á þessu sviði. Setji maður menntun í skógrækt í fjárhags- legt samhengi má segja sem svo að arður af skógi geti staðið undir ákveðnu magni menntunar. Aukin menntun á sviði skógræktar hefur í för með sér aukinn árangur í skógrækt, samanber reynsluna af námskeiðaröðum Grænni skóga, og þar með aukinn arð. Það eru því vísbendingar um að það borgi sig að fjárfesta í menntun í skógrækt. Skógrækt er einstaklega framtíðar miðuð atvinnugrein vegna þess að arðurinn af fjárfestingunni kemur ekki til greiðslu fyrr en áratugum eftir að skógrækt hefst. Atvinnutækifærin breytast eftir því sem skógurinn vex og samhliða því breytast kröfurnar sem gerðar eru til þeirra sem starfa við skóginn. Framtíð skógræktar sem atvinnugreinar byggist á því að greinin laði til sín fólk með fjölbreytta menntun og færni til starfa í skógunum. Jafnframt þarf að tryggja að reynsla og þekking á skógrækt við íslenskar aðstæður byggist upp og haldist innan greinarinnar. Það er best gert með því að fjárfesta í menntun og reynslu fólks sem starfar við skógrækt til lengri tíma og bjóða upp á áhugaverð atvinnutækifæri. Eins og áður hefur komið fram er freistandi á samdráttartímum að ráða ódýrt vinnuafl tímabundið til starfa í skógi. Sú reynsla og þekking sem tímabundna vinnuaflið öðlast í vinnu sinni í íslenskum skógum hverfur á brott með tímabundna vinnuaflinu en safnast ekki upp í atvinnugreininni. Til lengri tíma litið er það áreiðanlega arðbærara fyrir íslenska skógrækt að ráða til sín starfsfólk sem sér framtíðarmöguleika í greininni og hefur áhuga á að fjárfesta í menntun á þessu sviði.

x

Rit Mógilsár

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.