Rit Mógilsár - 2014, Page 49

Rit Mógilsár - 2014, Page 49
Rit Mógilsár 31/2014 49 Söfnun og varðveisla ræktaðra íslenskra víðiyrkja er yfirlit yfir öll innlend yrki víðis sem í ræktun eru hérlendis, alls 46 yrki. Samanburður á runnaklónum fyrir skjólbelti; fyrstu niðurstöður. Hér er fjallað um æski- lega eiginleika plantna til ræktunar í skjól- beltum og samantekt um helstu tegundir og yrki sem til greina kemur að rækta og í þeim byggt á reynslu úr Yndisgörðum Yndis- gróðurs. Umræður Verkefni Yndisgróðurs er nándar nærri hvergi lokið og má segja að nú fyrst sé kominn grundvöllur fyrir frekara rannsóknar starfi. Plöntusöfn Yndisgróðurs, Yndisgarðarnir, bjóða upp á ótal möguleika í rannsóknum á íslenskum efniviði garð- og landslagsplant- na. Nú þegar er hafið verkefni sem heitir „Skjólbelti framtíðar“ sem m.a. gengur út á að nýta niðurstöður verkefnisins við að velja heppilegustu yrki í ræktun á blönduðum skjólbeltum og samsetningu þeirra. Yndisgróðursverkefnið hefur nú fengið fjárhagsstyrk frá Framleiðnisjóði Land- búnaðarins og Sambandi Garðyrkjubænda til að halda starfinu áfram og verður það gert með sama sniði og í fyrsta áfanga, þó með sérstakri áherslu á vali á yrkjum og markaðs- setningu á þeim í samstarfi við Félag garð- plöntuframleiðaenda. Heimildir Heimasíða Yndisgróðurs http://yndisgrodur. lbhi.is/ Samson Bjarnar Harðarson, 2012. Saman- burður á runnaklónum fyrir skjólbelti: Fyrstu niðurstöður úr Yndisgróðursverkefninu. Rit Mógilsár 27: 79-85. Samson Bjarnar Harðarson, 2011. Yrki af Japanskvisti Spiraea japonica í safni Yndis- gróðurs á Reykjum. http://yndisgrodur.lbhi. is/pages/2406 Samson Bjarnar Harðarson, 2012. Rósir fyrir alla. http://yndisgrodur.lbhi.is/pages/2359 Samson Bjarnar Harðarson, 2012. Tillaga að stefnumótun um ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum. http://yndisgrodur.lbhi. is/pages/2470 Samson Bjarnar Harðarson, 2013. Söfnun og varðveisla ræktaðra íslenskra víðiyrkja. http:// yndisgrodur.lbhi.is/pages/2601

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.