Rit Mógilsár - 2014, Page 67

Rit Mógilsár - 2014, Page 67
Rit Mógilsár 31/2014 67 vegna meindýra, sjúkdóma, veðra og elds. Hver er lágmarksávöxtunarkrafa í arðskógrækt á Íslandi? Lögum samkvæmt ber lífeyrissjóðum að ávaxta fé sitt með minnst 3,5% ársvöxtun (Alþingi, á.á). Þeir McKillop og Hutchinson (1990) birtu grein um arðsemikröfu fyrir einkaskógrækt á Bretlandseyjum. Niðurstaða þeirra var að arðkrafa til skógræktar í eigna- safni fjárfestingasjóðs með arðsemi að mark- miði ætti að vera 4,81%. Ávöxtunarkrafa til raunhæfrar skógarfjárfestingar á Íslandi gæti því verið á bilinu 3,5-4,8%. Flestir fjárfestar hafa litla biðlund og vilja sjálfir njóta ávaxtanna af fjárfestingu sinni. Ein kynslóð tekur við af annarri á tæplega 30 ára fresti (Rogers, 1994). Langtímafjárfesting er tæplega lengri en hálft til eitt kynslóðabil. Iðnviðarskógrækt með alaskaösp og ræktun jólatrjáa getur sennilega skilað 3,5-5,0% raunávöxtun á 15-30 árum. Hugsanlega eru fleiri kostir sem gætu staðið undir þeim væntingum. Hvað hindrar arðskógrækt á Íslandi? Fagfjárfestar hafa skoðað möguleika á fjár- festingum í skógrækt hér á landi (Björn Ágúst Björnsson, 2012). Þeir hafa metið það svo að arðsemi og biðtími geti verið viðunandi. Það sem hindrar fjárfestingarnar er einkum þrennt: 1. Hátt og hækkandi landverð 2. Kostnaður, tafir og áhætta vegna opinberra leyfa 3. Veruleg ræktunaráhætta Landverð er hátt á Íslandi þegar þess er gætt að yfirleitt skilar landnotkun í dreifbýli engum eða því sem næst engum arði. Landverð á hektara er víða um og yfir tvöfalt hærra en samanlagður kostnaður við nýræktun skógar á sama landi. Fyrir fjárfesti er landverðið einfaldlega aukalegur ræktunarkostnaður sem bera þarf alla ræktunarlotuna. Verulegur hluti flestra jarða er óhentugt land sem ski- lar ekki nægum afköstum fyrir arðskógrækt. Kostnað vegna kaupa á ónýtanlegu landi þarf arðskógurinn að bera. Skógrækt er tilkynningarskyld vegna umhverfis mats og þarf framkvæmda- leyfi frá sveitarfélögum. Umhverfismat er dýrt og afgreiðsla þess tafsöm. Sveitarfélög veita framkvæmdaleyfi og afgreiðsla þeirra er ófyrirsjáanleg. Það er því veruleg áhætta því samfara að kaupa land til skógræktar þar sem óvíst er hvaða kostnaður verður við afgreiðslu opinberra leyfa eða yfirleitt hvort heimild fæst til framkvæmda. Fagkunnátta í skógrækt er bágborin hér á landi sem birtist m.a. í því að það er ófyrir- séð hvort eða að hve miklu leyti plöntur lifa eftir gróðursetningu eða hve lengi trén eru að komast á vaxtarskrið. Einnig er óvíst hve mikill vöxturinn verður þegar trén ná sér á strik. Þessu til viðbótar er almenn áhætta vegna sjúkdóma, meindýra, sinuelda og illviðra. Áhættan er óviss, en hana ætti að vera hægt að meta. Fagþekking, sem þegar liggur fyrir, er oft ekki nýtt við skipulagningu skógræktar og því veruleg hætta á að fjár- festing í skógrækt tapist og erfitt að meta horfurnar á tilteknum stað. Þeir þættir sem hindra fjárfestingu einkaaðila fyrir eigin reikning í arðsamri skógrækt á Íslandi snúa fyrst og fremst að skipulagi landnýtingarmála, menntun, rannsóknum

x

Rit Mógilsár

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.