Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 67

Rit Mógilsár - 2014, Blaðsíða 67
Rit Mógilsár 31/2014 67 vegna meindýra, sjúkdóma, veðra og elds. Hver er lágmarksávöxtunarkrafa í arðskógrækt á Íslandi? Lögum samkvæmt ber lífeyrissjóðum að ávaxta fé sitt með minnst 3,5% ársvöxtun (Alþingi, á.á). Þeir McKillop og Hutchinson (1990) birtu grein um arðsemikröfu fyrir einkaskógrækt á Bretlandseyjum. Niðurstaða þeirra var að arðkrafa til skógræktar í eigna- safni fjárfestingasjóðs með arðsemi að mark- miði ætti að vera 4,81%. Ávöxtunarkrafa til raunhæfrar skógarfjárfestingar á Íslandi gæti því verið á bilinu 3,5-4,8%. Flestir fjárfestar hafa litla biðlund og vilja sjálfir njóta ávaxtanna af fjárfestingu sinni. Ein kynslóð tekur við af annarri á tæplega 30 ára fresti (Rogers, 1994). Langtímafjárfesting er tæplega lengri en hálft til eitt kynslóðabil. Iðnviðarskógrækt með alaskaösp og ræktun jólatrjáa getur sennilega skilað 3,5-5,0% raunávöxtun á 15-30 árum. Hugsanlega eru fleiri kostir sem gætu staðið undir þeim væntingum. Hvað hindrar arðskógrækt á Íslandi? Fagfjárfestar hafa skoðað möguleika á fjár- festingum í skógrækt hér á landi (Björn Ágúst Björnsson, 2012). Þeir hafa metið það svo að arðsemi og biðtími geti verið viðunandi. Það sem hindrar fjárfestingarnar er einkum þrennt: 1. Hátt og hækkandi landverð 2. Kostnaður, tafir og áhætta vegna opinberra leyfa 3. Veruleg ræktunaráhætta Landverð er hátt á Íslandi þegar þess er gætt að yfirleitt skilar landnotkun í dreifbýli engum eða því sem næst engum arði. Landverð á hektara er víða um og yfir tvöfalt hærra en samanlagður kostnaður við nýræktun skógar á sama landi. Fyrir fjárfesti er landverðið einfaldlega aukalegur ræktunarkostnaður sem bera þarf alla ræktunarlotuna. Verulegur hluti flestra jarða er óhentugt land sem ski- lar ekki nægum afköstum fyrir arðskógrækt. Kostnað vegna kaupa á ónýtanlegu landi þarf arðskógurinn að bera. Skógrækt er tilkynningarskyld vegna umhverfis mats og þarf framkvæmda- leyfi frá sveitarfélögum. Umhverfismat er dýrt og afgreiðsla þess tafsöm. Sveitarfélög veita framkvæmdaleyfi og afgreiðsla þeirra er ófyrirsjáanleg. Það er því veruleg áhætta því samfara að kaupa land til skógræktar þar sem óvíst er hvaða kostnaður verður við afgreiðslu opinberra leyfa eða yfirleitt hvort heimild fæst til framkvæmda. Fagkunnátta í skógrækt er bágborin hér á landi sem birtist m.a. í því að það er ófyrir- séð hvort eða að hve miklu leyti plöntur lifa eftir gróðursetningu eða hve lengi trén eru að komast á vaxtarskrið. Einnig er óvíst hve mikill vöxturinn verður þegar trén ná sér á strik. Þessu til viðbótar er almenn áhætta vegna sjúkdóma, meindýra, sinuelda og illviðra. Áhættan er óviss, en hana ætti að vera hægt að meta. Fagþekking, sem þegar liggur fyrir, er oft ekki nýtt við skipulagningu skógræktar og því veruleg hætta á að fjár- festing í skógrækt tapist og erfitt að meta horfurnar á tilteknum stað. Þeir þættir sem hindra fjárfestingu einkaaðila fyrir eigin reikning í arðsamri skógrækt á Íslandi snúa fyrst og fremst að skipulagi landnýtingarmála, menntun, rannsóknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.