Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 19
239 Svipmyndir úr sögu rannsókna á jökulskerjum Breiðamerkurjökuls Viðauki Kvískerjabræður – Flosi, Helgi og Hálfdán Björnssynir – heimsóttu Kárasker í Breiðamerkurjökli fyrstir manna 1957 og skráðu þar gróður. Skerið nefndu þeir í höfuðið á Kára Sölmundarsyni sem samkvæmt Njálu bjó á bænum Breiðá sem síðar fór undir jökul. Eyþór Einarsson kom þangað fyrst árið 1961 með Hálfdáni og fleirum og þá fannst einnig nýtt jökulsker um 1,5 km suðvestur af Káraskeri. Eyþór nefndi það Bræðrasker eftir Kvískerjabræðrum. Eyþór og Hálfdán hófu síðan gróðurvöktun á skerjunum árið 1965 með því að merkja þar fasta reiti og vakta þá reglulega. Sjaldan voru þeir Eyþór og Hálfdán einir á ferð og voru í föruneyti þeirra ýmsir náttúrufræðingar sem aðstoðuðu við rannsókn- irnar eða sinntu eigin rannsóknum. Til vinstri: Áð neðst í Káraskeri árið 1985 á stað sem var nýkominn undan jökli og ennþá gróðurlaus. Hér má sjá Eyþór, Erling Ólafsson skordýrafræðing og Sigurð Björnsson frá Kvískerjum hvíla lúin bein og ræða málin. Til hægri: Eyþór, Erling, Sigurður og Kristbjörn Egilsson. Sá síðastnefndi fór nokkra leiðangra í skerin og Esjufjöll með Eyþóri og tók þessar myndir. Reitur K8 í Káraskeri árið 1985. Hann var lagður út í grónum slakka á austurhlið skersins. Reiturinn var nokkuð vel gróinn strax 1965 við upphaf vöktunarinnar og þar fundust þá 8 æðplöntutegundir. Hér má sjá Eyþór við reitinn. Árið 1985 voru greindar þar 12 æðplöntutegundir og voru ólafssúra, fjalladúnurt og fjallasveifgras með mesta þekju. Ljósm. Kristbjörn Egilsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.