Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 22
Náttúrufræðingurinn
242
INNGANGUR
Í grein þessari verður greint frá
jarðfræði og skriðufallasögu Herjólfs-
dals í Vestmannaeyjum og byggist hún
á athugunum sem gerðar voru fyrir
Veðurstofu Íslands þegar unnið var
að ofanflóðahættumati fyrir dalinn.1
Þarna er stórt tjaldstæði og gistiaðstaða
í smáhýsum undir bröttum hlíðum og
klettaveggjum. Auk þess er dalurinn
vettvangur mikillar árlegrar útiskemmt-
unar. Af þessum sökum þótti nauðsyn-
legt að gert yrði umrætt hættumat. Í
hættumatsskýrslunni er jarðmyndunum
dalsins lýst og rýnt í skriðufallasögu
hans. Grafnar voru könnunargryfjur
og jarðvegssnið mæld, stöðugleiki berg-
laga í klettaveggnum yfir tjaldstæðinu
var kannaður og metin hætta á skriðum
og hruni. Hér verður greint frá jarð-
gerð og skriðufallasögu Herjólfsdals
en um hættumatið vísast til skýrslu
Veðurstofunnar. Jarðsögukaflinn um
uppbyggingu og tilurð Heimaeyjar er
byggður á rannsóknum annarra.
BERGGRUNNUR
Nyrsti hluti Heimaeyjar státar af
bröttum fellum og klettahöfðum sem
kallast Norðurklettar og eru jafnframt
elsti hluti eyjarinnar. Helstu fell og
höfðar eru: Dalfjall (Blátindur 268 m y.s.),
(1. mynd), Háin (~220 m y.s.), Klif (228
m y.s.), Heimaklettur (279 m y.s.), Mið-
klettur (207 m y.s.) og Ystiklettur (207 m
y.s.) (2. mynd).
Jarðmyndunum Norðurkletta hefur
verið rannsökuð allítarlega á síðari
árum.2–4 Þrjár bergmyndanir koma mest
við sögu í hlíðum Herjólfsdals, Háarmó-
bergið, neðri hluti Dalfjalls ásamt
Fílnum svokallaða og efri hluti Dalfjalls.
Aldursgreiningar Ingvars A. Sigurðs-
sonar og félaga benda til þess að allar
þessar myndanir séu af svipuðum aldri
eða 40–50 þúsund ára, það er að segja
frá miðju síðasta jökulskeiði.5
Eftirfarandi umfjöllun um jarðsögu
Heimaeyjar og jarðmyndanir í Herjólfs-
dal er að mestu byggð á lýsingu Ingvars
Sigurðssonar og Sveins P. Jakobssonar
í Árbók FÍ 2009.4 Þeir telja að Háin og
móbergið við Fiskhella séu með elstu
bergmyndunum á Heimaey. Móbergið
myndar hina þverhníptu hamra í aust-
urhlíðum Herjólfsdals en er að mestu
hulið skriðum í norður- og vestur-
hlíðunum. Fjósaklettur er úr þessu bergi
(1. mynd). Háin virðist vera gjóskugígur
sem orðið hefur til við gos í sjó en ekki
í jökli. Bergið er áberandi lagskipt og
hallar lagskiptingunni frá Herjólfsdal,
neðri hlutanum til suðausturs en efri
hlutanum til norðausturs.
Berggerðin er alkalí-ólivínbasalt og
er tiltölulega hreint dílalaust túff. Háin
rís hæst í um 220 metra y.s. þar sem
heitir Moldi, en lækkar til suðurs og
austurs. Brattasti hluti höfðans snýr til
vesturs inn að Herjólfsdal þar sem þver-
skorin klettabrúnin stendur í um 180
metra hæð yfir flatlendinu í botni dals-
ins. Í bergstálinu í austurhlíð dalsins sér
hvergi í bergganga eða æðar.
2. mynd. Jarðfræðikort af Herjólfsdal og Norðurklettum. Staðsetning Herjólfshaugs er sýnd þótt hann sé raunar horfinn með öllu
– Geological map of the Herjólfsdalur valley and the Norðurklettar cliffs in the Heimaey island. The location of the disappeared
Herjólfshaugur is indicated. Kort og kortvinnsla/Map and cartography: Árni Hjartarson og Albert Þorbergsson.
Ritrýnd grein / Peer reviewed