Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 2020, Page 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 257 Krýsuvíkurberg Hrun varð úr bjarginu í skjálftanum (9. mynd), en gömul sprunga sést á loft- mynd frá 2019 þar sem hrunið varð. Keðjur voru fyrir nálægt göngustíg, þar sem bjargið var – og er – talið vara- samt. Nýjar sprungur mynduðust við brúnina (10. mynd). Eftir skjálftann var strengdur spotti til að koma í veg fyrir að fólk fari út á brún bjargsins þar sem ein þessara nýju sprungna er. Nýja sprungan sem strengt var fyrir er um 20 metra löng en sprungan sem hrundi frá er líklega á allt að 30 metra löngu bili. Það þyrfti dróna til að mæla þetta frá sjó. Fyrir mann sem stendur á brúninni er erfitt að meta þetta því ekki sést framfyrir brúnina. Ljósmyndir frá Degi Jónssyni sýna vel bæði nýjar og gamlar sprungur í bjarginu (11. mynd). Dagur gengur reglulega um svæðið og varð fyrst var við sprungur í bjarginu eftir jarðskjálfta sem urðu árið 2008. Hann tók sérstaklega fram að ekki hefði borið á sprungum og hruni eftir skjálftana árið 2000. 9. mynd. Brúnlitaða svæðið í berginu fyrir miðri mynd sýnir ummerki eftir hrunið sem varð úr Krýsuvíkurbergi. Ljósm.: Esther Hlíðar Jensen. 10. mynd. Ný sprunga á brún Krýsuvíkurbergs. Ljósm.: Esther Hlíðar Jensen.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.