Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 64

Náttúrufræðingurinn - 2020, Síða 64
Náttúrufræðingurinn 284 Ritrýnd grein / Peer reviewed árið 2011.8,9 Þau studdust við viður- kenndar aðferðir sem þróaðar höfðu verið erlendis við mat og kortlagningu víðerna, og byggðust á svipaðri skil- greiningu víðerna og í lögum nr. 44 frá 1999. Kortlagning þeirra tók þannig til- lit til fjarlægðar frá mörkum vélvædds aðgengis, frá fastri búsetu og frá tækni- legum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum og miðlunarlónum. Stafræn gögn voru fengin úr IS50v-gagnagrunni Landmælinga Íslands og frá fleiri stofn- unum. Að auki voru hnituð inn gögn sem ekki voru til á stafrænu formi. Gögnin voru flokkuð með tilliti til umferðarþunga, stærðar byggðakjarna miðað við fólksfjölda og tegundar tæknilegra ummerkja. Fjarlægð (frá 0,5–5 km) var enn fremur reiknuð fyrir hvern flokk. Rannveig og Micael not- uðu tvenns konar reiknilíkön. Annars vegar fjarlægðargreiningu (e. distance analysis) sem byggist á því að kortleggja svæði sem eru í ákveðinni fjarlægð frá mannvirkjum (1. mynd A). Hins vegar útsýnisgreiningu (e. viewshed analysis) sem byggist á því að kortleggja svæði án sjónrænna áhrifa frá mannvirkjum (1. mynd B). Niðurstöðurnar gáfu til kynna að víðerni þektu rúmlega 30% af heildarflatarmáli landsins og að jöklar væru um þriðjungur þess svæðis. Gæði víðerna eru oft metin út frá flatarmáli víðernisheilda. Því stærri sem heildin er, því meiri eru gæðin.4 Þetta endurspeglast í lagalegum skil- greiningum sem grundvallast að miklu leyti á stærð víðernanna og er að jafn- aði miðað við 25 km2. Stærstu víðern- isheildir landsins er að finna á jöklum og í kringum þá á miðhálendinu. Með aukinni vegagerð og uppbyggingu annarra mannvirkja síðastliðna ára- tugi hefur smátt og smátt verið gengið á þessar heildir. Í meistararitgerð sinni í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands kortlagði Victoria Taylor10 breytingar á landsvæðum án áhrifa frá vegum og háspennulínum á tímabilinu 1936–2010. Niðurstöður hennar sýna að árið 1936 voru 93% af heildarflatarmáli miðhálendisins laus við áhrif frá vegum og háspennulínum og mynduðu samfellda heild víðerna. Um þremur aldarfjórðungum síðar, árið 2010, hafði sú heild minnkað í 21% af heildarflatarmáli miðhálendisins (2. mynd). Prófun á nýjum breytum sem ætlað var að fanga huglæga þætti víð- erna var viðfangsefni Willems Tims11 í meistararitgerð sinni í landfræði við Háskóla Íslands. Þessar breytur eru farsímasamband, bílaumferð og ljós- myndir sem ferðamenn taka á hálendi Íslands og deila á Veraldarvefnum (3. mynd A og B). Niðurstöður hans gefa til kynna að hnitaðar ljósmyndir ferða- manna séu gagnleg leið til að sýna dreifingu ferðamanna og hvar fjöldinn er mestur og minnstur, en sú breyta, þ.e. fólksfjöldi, hefur mikil áhrif á það hvort fólk upplifir einveru án truflunar, eins og náttúruverndarlög gera ráð fyrir. Dreifing farsímasambands gefur vísbendingar um svæði þar sem mest reynir á getu fólks til að komast leiðar sinnar án aðstoðar eða stuðningsnets. Umferðarþungi veitir enn fremur ná- kvæmari upplýsingar um áhrif vega og aðgengis á víðernisupplifun en einungis fjarlægð frá vegum. Skilgreining á hugtakinu víðerni hefur lengi verið umdeild úti í hinum stóra heimi. Ein ástæða þess að erfið- lega hefur gengið að sameinast um skil- greiningu á hugtakinu er sú að mörkin á milli manngerðs og náttúrulegs umhverfis eru að margra áliti óskýr og oft háð upplifun hvers og eins.12–15 Vegna þessa hefur orðið algengara að 2. mynd. Breytingar á umfangi stærstu víðernisheildar á miðhálendi Íslands á tímabilinu 1936– 2010. – Changes in the scope of the largest wilderness area in the Icelandic central highlands in the period 1936–2010.10,22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.