Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 66

Náttúrufræðingurinn - 2020, Side 66
Náttúrufræðingurinn 286 Ritrýnd grein / Peer reviewed AÐFERÐIR Til að meta hugmyndir og viðhorf Íslendinga til víðerna sendi Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands út rafræna spurningakönnun á úrtak landsmanna vorið 2016. Á spurningalistanum var sambland opinna og lokaðra spurninga sem skiptust í tvo hluta auk almennra bakgrunnsspurninga. Í fyrri hlutanum var sjónum beint að gildi víðerna í hugum landsmanna og hvaða þættir það eru í landslaginu sem stuðla mest að víðernisupplifun þeirra. Í þessum hluta könnunarinnar var stuðst við skoska könnun frá árinu 2012 um viðhorf almennings í Skotlandi til víðerna.27 Í þeirri könnun var reiknað út það sem kalla má víðernisskor (e. wilderness score) sem liggur til grundvallar mati á gildi víðerna, þ.e. víðernisgildi (e. wilder- ness value). Útreikningar Skotanna byggðust á mati þátttakenda á mismun- andi sviðsmyndum sem studdar voru ljósmyndum. Þeir settu upp 25 sviðs- myndir, sem hver um sig var byggð á ákveðinni staðhæfingu (e. statement), sem snerta eftirfarandi fjóra lykilþætti við upplifun víðernis: Náttúrulegt ástand lands og lífríkis (e. the naturalness of the land cover and wildlife) Tilvist manngerðra þátta (e. the presence of man-made structures and features) Fjarlægð frá vegum (e. the remote- ness from roads) Landslag og staðhætti (e. the terrain) Samskonar sviðsmyndir voru lagðar fyrir þátttakendur í þessari könnun, sem aðlagaðar höfðu verið að íslenskum aðstæðum. Áður en þátttakendur svör- uðu sviðsmyndaspurningunum voru þeim kynntir ofangreindir fjórir lykil- þættir og gefin dæmi. Hver sviðsmynd samanstóð af einni staðhæfingu og nokkrum ljósmyndum (6. mynd). Vegna fjölda sviðsmynda fékk hver þátttakandi til skoðunar fimm sviðsmyndaspurn- ingar, og dreifðust þær tilviljunarkennt á þá. Þátttakendur voru beðnir um að velja þá staðhæfingu sem þeim þótti lýsa hugmyndum sínum og upplifun á víðernum best og síst. Hver þátttakandi valdi fyrst á milli fimm staðhæfinga. Sú sem hann taldi lýsa hugmyndum sínum 5. mynd. Kortlagning Þorvarðar Árnasonar, Davids Ostmans og Adams Hoffritz á óbyggðum víðernum á miðhálendinu samkvæmt skilgreiningu náttúruverndarlaga nr. 60/2013. – Wilderness mapping from Árnason, Ostman and Hoffritz based on the definition of uninhab- ited wilderness according to Act No. 60/2013 on nature protection.26 4. mynd. Upplifun ferðamanna á víðernum á suðurhálendinu. – Tourists' experience of wilderness in the S-Icelandic highlands.22 Eindregnir náttúrusinnar Strong purists Hlutlausir ferðamenn Neutralists Náttúrusinnar Moderate purists Þjónustusinnar Non-purists • • • •

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.