Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 78

Náttúrufræðingurinn - 2020, Qupperneq 78
Náttúrufræðingurinn 298 Ummerki um neðanjarðarhraun- rásir, svo sem rishólar, hraundrýli og niðurföll, eru mjög algeng á yfirborði Þeistareykjahrauns. Má því sterklega gera ráð fyrir að töluverður fjöldi hella finnist við frekari leit, en einungis hefur náðst að kanna lítinn hluta hraunsins með hella í huga. Hellarnir í Þeistareykjahrauni Togarahellir fannst á sjöunda ára- tugnum og er þekktasti hellirinn í Þeista- reykjahrauni.7 Hellirinn er nokkuð stór og opinn og án teljandi hellaskrauts. Af þeim sökum var hann undanskilinn þegar almenn umferð var bönnuð í hella hraunsins á árinu 2020.8 Í Togarahelli safnast töluvert vatn og er það sérstak- lega fallegt á vorin þegar klaki er ennþá á hellisgólfinu. Hellirinn var lengi sá eini sem skráður var í hrauninu, eða þar til hellamenn fóru þangað í leiðangur upp úr aldamótunum 2000. Bættust þá tíu hellar við og er þeim öllum lýst í bókinni Íslenskir hellar eftir Björn Hróarsson frá 2006.7 Það var ekki fyrr en sumarið 2016 sem félagi í Hellarannsóknafélaginu fór að leita betur og bættust þá enn við þrír. Reyndust tveir þeirra vera einstaklega mikið skreyttir og hafa að geyma þús- undir dropsteina. Greinilega var þó eitt- hvað vitað um hellana á svæðinu, þar sem á upplýsingaskilti við nýja veginn í hrauninu var minnst á dropsteinshella. Reynslan hefur sýnt okkur að hellar sem vísað er á með slíkum hætti skemmast undantekningarlaust. Skiltin hafa nú verið tekin niður en eftir frekari skoðun var það mat Umhverfisstofnunar, í sam- ráði við Hellarannsóknafélagið, Nátt- úrufræðistofnun Íslands og sveitarfé- lagið Þingeyjarsveit, að takmarka þyrfti ferðir um hellana ef ekki ætti illa að fara. Þar sem viðbúið er að fleiri hellar finnist í hrauninu var takmörkunin sett á umferð í alla hella hraunsins, þekkta jafnt sem óþekkta, að undanskildum fyrrnefndum Togarahelli.8 Hellarnir tveir sem lokað var í október 2020 hafa ekki hlotið nöfn og bera þess í stað raðnúmer, TES-12 og TES-13, í hellaskrá Hellarannsóknafé- lagsins. Skammstöfunin TES stendur fyrir Þeistareykjahraun og tölurnar gefa til kynna í hvaða röð þeir fundust í hrauninu. Hellarnir samanstanda af nokkuð flóknu neti samtengdra hraun- rása, þá sérstaklega hellirinn TES-12 sem er hálfgert völundarhús. Nákvæmri kortlagningu hellanna er ekki lokið en teiknað hefur verið kort af hinum lok- aða hluta TES-13 (sjá mynd á bls. 300). Áður en hellunum var lokað fór tölu- verður tími í að kanna þröngar rásir og troðninga til að ganga úr skugga um að ekki væri fært ofan í hellana um ný og óþekkt op. Kortlagning hellanna er tímafrek vinna og sérlega erfið á köflum þar sem þéttir skógar dropsteina og hraunstráa hamla för og gera sum svæði óaðgengileg. Hefðbundin kortlagn- ing með áttavita hefur einnig reynst erfið í þessum hellum vegna óvenju sterkrar segulmögnunar bergsins. Félagsmenn Hellarannsóknafélagsins hafa lagt áherslu á að kortleggja og skrásetja hellana tvo og hefur ekki gef- ist tími til að leita skipulega að öðrum hellum í hrauninu sökum þess hvað kortlagningin er tímafrek. Verkið er þó aðeins skammt á veg komið. Heildarlengd hellisins TES-12 er óþekkt, en hægt er að komast í hann á nokkrum stöðum. Meginrásin er sundurslitin af niðurföllum, en alls er hún 300–500 metrar á lengd, víð- ast hvar 4–8 metrar á hæð og upp í 10 metrar á breidd. Út frá henni liggja ótal þrengri hliðarrásir. Fjöldi dropsteina í hellinum skiptir þúsundum og standa þeir flestir þétt saman í mörgum og miklum dropsteinaskógum. Á um 100 metra kafla í neðri hluta TES-12-hellisins, á milli tveggja opa, vandast málið þegar farið er um hellinn. Strax við inngang eru hundruð drop- steina og hraunstráa í öllum stærðum og gerðum. Hluti dropsteinanna er það nálægt hellisopum að dagsbirtu nýtur og eru þeir því margir hverjir þaktir mosa og burknum (2. mynd). Slíkt má teljast einsdæmi hér á landi. Tekið var tillit til þessa þegar lokað var fyrir hellisopin og fær gróðurinn því enn birtu (3. mynd). Stutt frá opinu taka við miklir dropsteinaskógar og þéttleiki dropsteinanna í þessum hluta hellisins er slíkur að varla er hægt að fara um án þess að valda óafturkræfum skaða á þessum einstöku jarðminjum. Stærstu 2. mynd. Dropsteinar umvaxnir burknum í einu af opum TES-12-hellisins. – Lava stalagmites, partly hidden behind ferns, in an entrance into TES-12. Ljósm./Photo: Daníel Freyr Jónsson. 3. mynd. Stálgrind komin á hluta hellisops hellisins TES-12 í október 2020. Horft innan úr hellinum. – Half-built steel-grid cover over an entrance into TES-12 in October 2020, as seen from inside the cave. Ljósm./Photo: Daníel Freyr Jónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.