Þjóðmál - 01.06.2016, Qupperneq 6

Þjóðmál - 01.06.2016, Qupperneq 6
Meðalfylgi Sjálfstæðisflokksins 2003 til 2013 heimilin. (Sú skjaldborg reyndist aðeins vera leiktjöld á pólitísku leiksviði). Gengið hefur verið frá uppgjöri þrotabúa bankanna og losun fjármagnshafta er í skynsamlegum farvegi. Margt fleira er hægt að nefna. Endurreisn heilbrigðiskerfisins er hafin og greiðslur almannatrygginga hafa verið hækkaðar meira en áður. En það mun ekki duga Sjálfstæðisflokknum að benda á það sem vel hefur verið gert á kjörtímabilinu - ekki frekar en það mun gagnast Framsóknarflokknum. Báðir stjórnar- flokkarnir verða að leggja fram trúverðuga stefnu í öllum helstu málum fyrir kosningar. Hér skulu nokkur dæmi nefnd: • Uppstokkun skattakerfisins, þar sem dregið er úr jaðarsköttum og beinar álögur á launafólk lækkaðar. Því lofað að á nýju kjörtímabili verði tekinn upp flaturtekjuskattur einstaklinga, tryggingagjaldið lækkað í það sem það var 2007 og tekjuskattur fyrirtækja lækkaður. VSK-kerfið einfaldað og hæsta þrep lækkað. Með samkeppnishæfu skatta- umhverfi er hægt að flytja verslunina aftur til landsins og skapa frjóan jarðveg fyrir allt atvinnulífið. Skattkerfið tryggi jafnræði milli atvinnugreina. • Á næsta kjörtímabili verður það aftur gert eftirsóknarvert að stofna og eiga fyrirtæki. Sjálf- stæði atvinnurekandinn kemst aftur á sinn stall og hætt verður að refsa framtaksmönnum fyrir að ná árangri í rekstri. • Ráðist verður í umfangsmikla fjárfestingu í heilbrigðiskerfinu - fjárfestingu sem er ekki aðeins ein sú arðbærasta sem við eigum kost á, heldur mun hún auka lífsgæði allra landsmanna ef rétt er að verki staðið. Útgjöld til heilbrigðismála hafa verið aukin verulega á kjörtímabilinu, en Ijóst erað meira þarf til en einnig verður að auka skilvirkni heilbrigðis- kerfisins og fjölga tækifærum einkaaðila um leið að aðgengi allra er tryggt óháð efnahag. Sjálfstæðisflokkurinn á að láta heilbrigðismálin verða eitt aðalmál kosninganna í haust. • Á næstu árum verður eitt mesta óréttlætið sem hefur fengið að grafa um sig hér á landi, leiðrétt. Þjóðinni verður ekki lengur skipt í tvo hópa; þar sem annar hópurinn nýtur ríkis- ábyrgðará lífeyrisréttindum en hinn þarf að sætta sig við skert lífeyrisréttindi ef illa gengur. Til að auka enn á óréttlætið þarf síðari hópurinn að axla þyngri byrðar til að tryggja lífeyris- réttindi þeirra sem tilheyra fyrri hópnum. Fyrir kosningar verða ríkisstjórnarflokkarnir hins vegar að tryggja að breytingar á lögum um almannatryggingar nái fram að ganga. • Þegar á nýju ári á að leggja grunn að því að ungt fólk eigi a.m.k. ekki síðri tækifæri til að 4 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.