Þjóðmál - 01.06.2016, Page 20

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 20
urinn á eftir Pírötum, Sjálfstæðisflokknum og Vinstri grænum. Benedikt Jóhannesson, formaður flokksins, sagði á stofnfundi hans: „Margir spyrja hverjir verði í framboði. Því er til að svara að skipað verður á lista um það bil tveimur mánuðum fyrir kosningar. Ég get fullyrt að þar verður einvalalið. En Viðreisn er óvenjulegur nýr flokkur. Viðreisn er stofnuð kringum málefni, ekki menn." Viðreisn er meðal annars óvenjulegur flokkur vegna þess að hann felur núna helsta stefnumál sitt, að ísland verði aðili að Evrópu- sambandinu. Forystumenn flokksins hafa aldrei viðurkennt að ESB-aðildarviðræðurnar sigldu í strand vegna ágreinings í sjávarút- vegsmálum. Bendir þetta til að þeir vilji ekki draga ágreininginn fram svo að auðveldara verði fyrir þá að slá af kröfum íslendinga fái þeir tækifæri til þess. Þá neita þeir að viður- kenna aðlögunarþáttinn í aðildarferlinu og hafna þar með megin einkenni þess. VII. David Cameron, forsætisráðherra Breta, boðaði þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi á sínum tíma um aðild að ESB í von um að sameina þar með íhaldsflokkinn í ESB-málum og kippa löppunum undan UKIP-flokki breskra sjálfstæðissinna. Atkvæðagreiðslan fór fram 23. júní 2016 og 52% Breta studdu úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Cameron var sigurviss. Málstaður hans hafði sigrað í þjóðaratkvæðagreiðslum um kosningakerfið í Bretlandi og sjálfstæði Skotlands. Hann leiddi fhaldsflokkinn síðan til meirihlutasigurs í þingkosningum 2015 eftir að hafa tekið áhættu með samsteypustjórn með frjálslyndum í fimm ár. Að kvöldi 23. júní hafði hann í höndunum niðurstöður könnunar sem sýndu að aðildarsinnar myndu sigra með alltað 10% stiga mun. Allt kom fyrir ekki. Cameron tapaði og sagði af sér að morgni föstudags 24. júní, hann mundi sitja sem forsætisráðherra fram 18 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra Bretlands. Hann boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusam- bandið og var sigurviss.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.