Þjóðmál - 01.06.2016, Page 45

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 45
Til sölu Fi/r1 % hIutur ríkisins í J r estmgarbanka atvinnulífsins hf. Þegar seljandi hefur sambvkki ,íik„,vi.. ““ « mistaup, Tyrtr “,i «eÉ» k«lur i ,J ,k,U ij1 hl“> nk«ir»,™ ,11 M“ 5“it*?uin‘>ve”b'r ,m wÍtCrt' 1 sö,uk*8nuin 2S “P«»ilwW»kl. i-tjo. P Wo«""Ji>«4iudcginu,n Eramkvxtwhtmfnd umemkavæði„Su RÍKISKAUP Kaupsamningurinn ásamt öllum fylgiskjölum hafi verið lagður fyrir Fjármálaeftirlitið og engar athu- gasemdir verið gerðar. En um leið viðurkenndu þeir að samkomulag hafði verið gert um frekari samvin- nu með það að markmiði að vinna að sameiningu Kaupþings og FBA: Það að samningurinn innihéldi ákvæði um frekari hlutabréfakaup samningsaðila, reyndist slíkt unnt, með það að markmiði að sameina Kaupþing og FBA þarf ekki að koma neinum á óvart.Talsmenn Kaupþings og sparisjóðanna lýstu því margsinnis yfir opinberlega að hagræðingin sem af hugsanlegri sameiningu hlytist gæti orðið umtalsverð. Davíð Oddsson sagði síðar í viðtali við Morgunblaðið að þessi yfirlýsing hafi staðfest orð sín um baksamninginn. Tilkynnt var um hvemig staðið yrði að sölu á 51% hlut ríkisins í FBA 21. september 1999. Þeir sem áhuga höfðu á að kaupa var gert að mynda hóp sem gerði tilboð í öll bréfin. Samsetning aðila í hverjum hópi bjóðenda skyldi vera þannig að skyldir og/eða fjárhagslega tengdir aðilar væru ekki í tilboðinu skráðir fyrir meiru en 6% nafnverðs hlutabréfa í bankanum og lágmarkshlutur hvers aðila innan hópsins vera sex milljónir króna að kaupverði. Þetta hlutfall var óháð því hvað viðkomandi aðili, aðilar skyldir honum eða fjárhagslega tengdir, áttu fyrir í bankanum. Með þessu var ætlunin að koma í veg fyrir að einn aðili næði yfirhöndinni í bankanum í upphafi og einnig var vonast til að hámarksverð fengist fyrir hlutabréf. Davíð sagði, þegar þetta fyrirkomulag var kynnt, að aldrei hefði staðið til að velja af hálfu ríkisins hverjir væru kaupendur - fyrir slíku væri ekki nokkurfótur. Aldrei hefði komið til greina að reyna að hafa áhrif á hverjir ættu FBA eftir að bankinn hefði verið seldur, heldur aðeins að tryggja sem hæst verð fyrir hlut ríkisins. í viðtali við Morgunblaðið 23. september 1999 sagði hann að aðfinnsluefni sitt hafi verið tvíþætt. Annars vegar hafi verið skemmt fyrir ríkisstjórninni að ná fram sem dreifðastri eignaraðild og hins vegar að reynt hefði verið að setja„upp kerfi, sem gæti leitt til þess að bréf ríkisins fari á mjög lágu verði". í sama viðtali sagði Davíð að það yrði að ráðast hvemig mál þróist meðal eigenda FBA eftir að tryggt væri að ríkissjóður fengi hæsta mögulega verð fyrir sinn eignarhlut. Hann útilokaði að reyna að hafa áhrif á eignarhald FBA með lagasetningu en ítrekaði að skoða ætti almenna lagasetningu til að tryggja dreifða eignaraðild að fjármálafyrirtækjum, eins og víða væri gert. En það var augljóst að forsætisráðherra hafði áhyggjur af stöðu Fjármálaeftirlitsins. Staða þess virtist mjög veik. Því til merkis hefði eftirlitið ekki fengið „leynisamning" Kaupþings og Orca þar ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 43

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.