Þjóðmál - 01.06.2016, Page 59

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 59
Unnið að gerð stíflunnar við Kárahnjúkavirkjun. Mynd: Christoph Hess verndarflokk, er farið að athuga, hvort útfærslur virkjana hafi meiri eða minni áhrif á verðmætin." Þessi lýsing á starfsháttum Verkefnastjórnar um Rammaáætlun sýnir meinsemdina í hnotskurn. Það er þegar í upphafi girt fyrir möguleikann á að nálgast skynsamlega og hófsamlega niðurstöðu úrfleiri en einni átt, af því að í upphafi er ekkert þekkt, nema náttúran. Gróðurfarog náttúrumyndanir er hægt að rannsaka og leggja mat á verndar- gildi útfrá, hversu algeng einkennandi náttúru- fýrirbrigði staðarins eru, en þegar kemur að fegurðarskynjuninni, er hins vegar um smekksatriði að ræða. Látum það vera, en hin hlið málsins, önnur nýting en að skoða, er jafnvel enginn gaumur gefinn, og sé virkjanakostur íhugaður, þá er ekki fyrir hendi nein vitneskja um hann, sem hægt sé að reisa heildstætt mat á á þessu stigi. Þessi aðferðarfræði er óþörf og ótæk, af því að önnur betri er til, og þar af leiðandi verða vinnubrögðin allsendis ófullnægjandi, og mega kallast fúsk. Þau eru fúsk í samanburði við vinnubrögð, sem vænta má, þar sem grunnforsendan er sú að nálgast viðfangsefnið með hlut- lægum hætti víðar að með það að markmiði að ná hámarksverðmætum út úr náttúru- auðlindinni á sjálfbæran og afturkræfan hátt. í flestum tilvikum fela slík vinnubrögð í sér málamiðlun, þ.e. farin er einhver millileið, allir hagsmunaaðilar slá af ýtrustu kröfum, og bezta þekkta tækni er hagnýtt til að lágmarka umhverfisrask við tiltekna hagnýtingu. Afleiðing núverandi skelfilegu vinnubragða er sú, sem lesa mátti um í téðri frétt: „Þrjú stór vatnasvið voru flokkuð í verndarflokk, eins og fram kom í blaðinu í gær, auk vesturkvísla Þjórsár. Það eru Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá. Á þessum svæðum var tilkynnt um alls 10 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 57

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.