Þjóðmál - 01.06.2016, Síða 63

Þjóðmál - 01.06.2016, Síða 63
rýni hennar á vinnubrögð Verkefnastjórnar. Nefndist sú grein: „Falskur söngur iðnaðar- og viðskiptaráðherra". Hér verða aðeins 3 atriði greinarinnar gerð að umræðuefni. Snorri skrifar: „Ný kerfisáætlun Landsnets á auk þess að tryggja flutning raforku um allt land". Staðhæfingin er rétt svo langt sem hún nær, en sá er hængurinn á, að Landsnet er langt á eftir tímaáætlun með veigamikla þætti íframkvæmd þessarar kerfisáætlunar, m.a. vegna hatrammrar andstöðu Snorra Baldurssonarog skoðanasystkina hans. Þaraf leiðandi er Norðurland í raforkusvelti, og er nú boðið upp á friðun allra helztu óvirkjaðra vatnsfalla Norðurlands. Snorri skýtur sjálfan sig í fótinn með þessum skrifum: „Engar rannsóknir liggja fyrir um, að það sé hagfelldara fyrir samfélag og efnahag þjóðarinnar og heimsins að virkja vatnasvið á miðhálendinu en að friða þau í þjóðgarði. Þess vegna er söngur ráðherrans falskur." Hvernig væri nú að leyfa raunhæfum rannsóknum á þessu að fara fram með beztu aðferðum nútímans í stað þess að setja mikilvægar orkulindir í verndarflokk nánast að óathuguðu máli, og reka síðan skefja- lausan áróður fyrir stofnun eins þjóðgarðs á öllu miðhálendinu? Það eru nefnilega með sama hætti engar rannsóknir fyrir hendi, sem benda til, að„hagfelldara (sé) fyrir samfélag og efnahag þjóðarinnar og heimsins" að friða vatnasvið á miðhálendinu. Snorri Baldursson heldur því fram í téðri Fréttablaðsgrein, að„í orkunýtingarflokki rammaáætlunar verði alls um 1400 MW, gangi tillögur verkefnisstjórnar eftir." Nú veit enginn, hvort þetta afl er rétt metið eða hvort hagkvæmt verði að virkja það allt, enda drjúgur hluti jarðvarmi, þar sem ekki er á vísan að róa. Þó að þetta mat væri nærri lagi, þá dugar það hins vegar alls ekki fyrir fyrirsjáanlega rafvæðingu hér innan lands á tímabilinu til 2050, þegar Ijúka þarf íslenzku orkubyltingunni með notkun rafmagns úr endurnýjanlegum lindum í stað jarðefnaelds- neytis. Uppsett afl, 1400 MW, má áætla, að gefi 10 TWh/a (terawattstundir á ári) af orku, sem er um 55 % af núverandi raforkunotkun. Almenningsnotkunin nemur um þessar mundirtæpum 4TWh/a, og aukist hún að jafnaði um 2,0%/ár fram til 2050, verður viðbótar þörf almennings þá 4,0TWh/a. Fjögur kísilver munu þurfa um 4,0TWh/a til viðbótar við það, sem þeim hefur þegar verið tryggt. Rafvæðing allra farartækja á láði, legi og ílofti, mun ekki þurfa minna en 4,0TWh/a. Þarna er komin viðbótar orkuþörf, aðeins næstu 35 árin, upp á 3 x 4 = 12 TWh/a, sem er 20% yfir því, sem Snorri telur til reiðu. Þá hefur viðbótar orkuþörf núverandi orkusækins iðnaðar og annarrar orkukræfrar stóriðju, nýrra málmvinnslufyrirtækja o.þ.h., ekki verið tekin með í reikninginn. Ef brautryðjandi áfangar nást í þróun kjarnorku, klofnings eða samruna, verður væntanlega engin slík viðbótar eftirsþurn orku hérlendis, en annars gæti hún hæglega orðið.Téð uppsettafl Snorra Baldurssonar, formanns Landverndar, hrekkur a.m.k. hvergi til. Samantekt Stjórnkerfi undirbúnings að nýtingu náttúru- auðlinda á landi þarfnast endurskoðunar straxtil að koma í veg fyrirtjón af völdum núverandi aðferðarfræði, sem getur ekki gefið góða raun. Ágæt ríkisstofnun er fyrir hendi á þessu sviði, sem hæglega má fela hlutverkVerkefnastjórnar um Rammaáætlun að breyttu breytanda. Stefnan á að vera sjálf- bær og afturkræf nýting náttúruauðlindanna, sem er líkleg til að hámarka fjárhagslegan hag samfélagsins til langframa af nýtingunni. Meginstefið verður þá vafalítið fgölþætt nýting, þar sem málamiðlunar hefur verið gætt á milli hagsmunaaðila, t.d. í ferðaþjón- ustu og í raforkugeiranum. Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, var rafveitustjóri ISAL tímabilið l.janúar 1981 - 28. febrúar 2015. Greinin birtist fyrst á vefsíðu Bjarna en er birt í Þjóðmálum lítillega breytt af höfundi. ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.