Þjóðmál - 01.06.2016, Page 81

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 81
Steingrímur J. Sigfússon íþingræðu 2003: „Það dettur engum í hug að við göngum í Evrópusambandið nema þjóðin sjátf taki ákvarðanir iþví málijafnvel bæði hvort við eigum að fara íslíkar viðræður og þá að niðurstaðan verði lögð í dóm þjóðarinnar." Ljósmynd: Margus Fröderberg / norden.org degi en ekki aðeins á fjögurra ára fresti. í umræðum um frumvarp til stjórnskipunar- laga 8. apríl 2009 sagði hann meðal annars: „Þrátt fyrir þingræðisskipulag okkar og þrátt fyrir mikilvægi þessarar stofnunar hér sem mér þykir vænt um og hef eytt miklum tíma á hennar vegum, stórum hluta ævi minnar, á ég í engum vandræðum með að þjóðin taki til sín og ákveði með lýðræðislegum hætti í almennum atkvæða- greiðslum mikilvæg mál eða að þjóðin taki í sínar eigin hendur að semja sér stjórnar- skrá. Það er ekki í neinni mótsögn við þing- ræðis- og fulltrúalýðræðisfyrirkomulagið sem við búum við. Það er ekki þannig að lýðræðið megi bara vera virkt á fjögurra ára fresti, að það sé eitthvað að því að það sé virkt alla daga. Það er ósk fólksins í dag." Þjóðaratkvæði vegur ekki að þingræðinu Jóhanna Sigurðardóttir talaði í mörg árfyrir þjóðaratkvæðagreiðslum og lagði fram frumvörp þess efnis. í pistli sem hún birti á heimasíðu sinni 29. desember 1998 segir meðal annars: „Hér á landi búum við gjarnan við sam- steypustjórnir og með slíkum ríkisstjórnum er auðveldara að semja sig frá kosninga- loforðum. Við höfum orðið vitni að því í samskiptum þeirra tveggja flokka sem hafa verið í ríkisstjórn á þessu kjörtímabili sem senn lýkur, að sett eru fram stór mál sem ekki hafa verið rædd í kosningabaráttunni." f pistlinum taldi Jóhanna að fyllilega kæmi til greina að afnema synjunarvald forseta ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016 79

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.