Þjóðmál - 01.06.2016, Page 84

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 84
BÆKUR Alveg gratis singsong-baby!" Þingmennirnirfóru að streyma til Hamborgar, þremur vikum áður en þingið hófst. Þeir komu með járnbrautarlestum, flugvélum og farþegaskipum, og sumir komu yfir höfin sem laumufarþegar. Þeir komu frá Höfðaborg og San Francisco og Sidney og frá hundruðum hafna þar á milli, pílagrímar á hina miklu grímuhátíð, sem veldi Stalíns á heimshöfunum efndi til. Að öllu saman lögðu voru á þinginu mættir fulltrúar fyrir hér um bil eina milljón sjómanna, hafnarverka- manna og fljótamanna. Minnstur hluti þeirra voru kommúnistar. Þar voru fulltrúar frá verklýðsfélögum stjórnleysingja á Spáni og í Suður-Ameríku, stéttarfélagssinnar (syndika- listar) frá Le Havre og Marseilles, arabískir þjóðernissinnar, óháðir Norðmenn og fleiri. Samt var meiri hluti þeirra, sem voru ekki kommúnistar, algerlega á valdi kommúnísku þingklíkunnar, en hún starfaði eins og skipu- lögð stofnun, sem réð lögum og lofum í hinni svokölluðu lýðræðislegu samkundu. Allar samþykktir, ræður og stefnuskrár voru samdar fyrirfram á aðalstöðvum okkar kommúnista. Allir helstu ræðumennirnir voru kommúnistar, dulbúnir á ýmsa vegu, og þeim var sagt nákvæmlega, hvað þeir ættu að segja, áður en þeim var leyft að mæla orð frá munni. Kommíssarenko valdi marga ræðumennina úr hópi bandarísku sendinefndarinnar, sem sótti þingið. Louis Engdahl frá Chicago, sem var þá á ferðalagi um Evrópu ásamt Ada Wright, móður annars blökkumannsins úr Scottsboro-málinu fræga, talaði um„alþjóðlega samábyrgð". Aðrir bandarískir ræðumenn voru Harry Hynes, sem féll síðar á Spáni, og Tom Ray frá San Francisco. Enginn þessara ræðumanna túlkaði sínar eigin hugsair. Ræðu Engdahls hafði Willi Munzenberg samið, erindi Hynes var sprottið í heila Kommíssarenkos, og fyrirlesturToms Rays um uppreisnir á sjó og skemmdarstarfsemi varsaminn af mér. Margir þingfulltrúarnir villtu beinlínis á sér heimildir. Kínverskirstúdentarfrá Berlín töluðu sem fulltrúar hafnarverkamanna í Kanton og Weiheiwei í Kína. Blökkumanni frá Trínidad, sem hafði dvalist í Lundúnum mestan hluta ævinnar, var heilsað sem sendimanni frá þeldökkum fljótaverkamönnum við neðri hluta Mississippi. Slík brögð eru leikin á hverju alþjóðaþingi kommúnista. Annan dag þingfundanna varð það Ijóst, að enginn fulltrúi frá hafnarborgum Ind- lands mundi geta komið til Hamborgar. Breska stjórnin hafði synjað Indverjunum um vegabréf og hafði hneppt leiðtoga sendinefndarinnar í fangelsi. Kommíssarenko gekk um fundarsalinn og tautaði í barm sér. Allt í einu sneri hann sér að mér og mælti: „Indland er mjög mikilvægt. Við þurfum að fá Hindúa hér á þingið. Farðu og reyndu að róta upp Hindúa einhvers staðar. Komdu með hann hingað og síðan látum við hann halda ræðu." Ég fór út til þess að leita uppi líklegan 82 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.