Þjóðmál - 01.06.2016, Síða 84

Þjóðmál - 01.06.2016, Síða 84
BÆKUR Alveg gratis singsong-baby!" Þingmennirnirfóru að streyma til Hamborgar, þremur vikum áður en þingið hófst. Þeir komu með járnbrautarlestum, flugvélum og farþegaskipum, og sumir komu yfir höfin sem laumufarþegar. Þeir komu frá Höfðaborg og San Francisco og Sidney og frá hundruðum hafna þar á milli, pílagrímar á hina miklu grímuhátíð, sem veldi Stalíns á heimshöfunum efndi til. Að öllu saman lögðu voru á þinginu mættir fulltrúar fyrir hér um bil eina milljón sjómanna, hafnarverka- manna og fljótamanna. Minnstur hluti þeirra voru kommúnistar. Þar voru fulltrúar frá verklýðsfélögum stjórnleysingja á Spáni og í Suður-Ameríku, stéttarfélagssinnar (syndika- listar) frá Le Havre og Marseilles, arabískir þjóðernissinnar, óháðir Norðmenn og fleiri. Samt var meiri hluti þeirra, sem voru ekki kommúnistar, algerlega á valdi kommúnísku þingklíkunnar, en hún starfaði eins og skipu- lögð stofnun, sem réð lögum og lofum í hinni svokölluðu lýðræðislegu samkundu. Allar samþykktir, ræður og stefnuskrár voru samdar fyrirfram á aðalstöðvum okkar kommúnista. Allir helstu ræðumennirnir voru kommúnistar, dulbúnir á ýmsa vegu, og þeim var sagt nákvæmlega, hvað þeir ættu að segja, áður en þeim var leyft að mæla orð frá munni. Kommíssarenko valdi marga ræðumennina úr hópi bandarísku sendinefndarinnar, sem sótti þingið. Louis Engdahl frá Chicago, sem var þá á ferðalagi um Evrópu ásamt Ada Wright, móður annars blökkumannsins úr Scottsboro-málinu fræga, talaði um„alþjóðlega samábyrgð". Aðrir bandarískir ræðumenn voru Harry Hynes, sem féll síðar á Spáni, og Tom Ray frá San Francisco. Enginn þessara ræðumanna túlkaði sínar eigin hugsair. Ræðu Engdahls hafði Willi Munzenberg samið, erindi Hynes var sprottið í heila Kommíssarenkos, og fyrirlesturToms Rays um uppreisnir á sjó og skemmdarstarfsemi varsaminn af mér. Margir þingfulltrúarnir villtu beinlínis á sér heimildir. Kínverskirstúdentarfrá Berlín töluðu sem fulltrúar hafnarverkamanna í Kanton og Weiheiwei í Kína. Blökkumanni frá Trínidad, sem hafði dvalist í Lundúnum mestan hluta ævinnar, var heilsað sem sendimanni frá þeldökkum fljótaverkamönnum við neðri hluta Mississippi. Slík brögð eru leikin á hverju alþjóðaþingi kommúnista. Annan dag þingfundanna varð það Ijóst, að enginn fulltrúi frá hafnarborgum Ind- lands mundi geta komið til Hamborgar. Breska stjórnin hafði synjað Indverjunum um vegabréf og hafði hneppt leiðtoga sendinefndarinnar í fangelsi. Kommíssarenko gekk um fundarsalinn og tautaði í barm sér. Allt í einu sneri hann sér að mér og mælti: „Indland er mjög mikilvægt. Við þurfum að fá Hindúa hér á þingið. Farðu og reyndu að róta upp Hindúa einhvers staðar. Komdu með hann hingað og síðan látum við hann halda ræðu." Ég fór út til þess að leita uppi líklegan 82 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.