Þjóðmál - 01.06.2016, Page 92

Þjóðmál - 01.06.2016, Page 92
Við upphafnýs árþúsunds varð HirsiAli leiðandi íslams- gagnrýnandi Evrópu áðuren hún aföryggisástæðum neyddist til að flýja álfuna. „Umsnúningur" hennar leiddi til gallsúrrar gagnrýni afhálfu þeirra sem kalla sig vinstra fólk (og frá moskunum og úr röðum Medínu-músHma þaðan sem öfgasinnar hótuðu henni lífláti). hrikalegar afleiðingar fyrir Evrópu framtíðar. Afleiðingarnar verða þó ekki síst verstar fyrir mannréttindastöðu þess hóps sem stækkar hraðast innan álfunnar í dag en það eru múslimar sjálfir. Að gagnrýna trúarbrögðin íslam er aldrei hægt að leggja til jafns við það að brenni- merkja manneskjur. Gagnrýni á íslam eða önnur trúarbrögð er vörn fyrir skynsemis- hyggjuna - líftaugina í okkar veraldlega, frjálsa lýðræðissamfélagi. Kynleg afleiðing af hugsanaferli þeirra sem beita fyrir sig hugtakinu íslamófóbía hlýtur að vera þessi: Samkvæmt rökvísi þeirra þá hljóta ekki síst þær manneskjur sem hafa fallið frá íslamstrú og snúið við henni baki að vera haldnar íslamófóbíu. Skýrt dæmi um þetta er Ayaan Hirsi Ali. Séð út frá gildisviðhorfum þá verður æviferill hennar að teljast einstakur. í ævisögu sinni Frjáls. Stórbrotin saga hugrakkrar konu,'2 lýsir hún því hvernig hún sem ung kona og múslimi studdi sjálfkrafa dauðadóminn gegn Salman Rushdie 1989. Hirsi Ali bjó í Kenýu þegar dauðadómurinn var kveðinn upp frá Teheran í íran. Þá þekkti hún ekkert til vestrænna gilda. Eftir að hún flúði til Hollands þar sem hún 12 Bókin kom út í íslenskri þýðingu Árna Snævarrs 2007. kynntist ritum sígildra heimspekinga hins vestræna heims, hugsjónum upplýsingaraldar- innarog almennu trú- og tjáningarfrelsi Evrópu þá breyttist hugsunarháttur hennar róttækt á fáum árum. Hún skildi hvernig ættbálkasamfélag í upprunalandi hennar Sómalíu færði fólki bæði þjáningar og fátækt. Hirsi Ali breyttist úr hörðum Medlnu-múslima í frelsiselskandi húmanista og trúleysingja. Við upphaf nýs árþúsunds varð Hirsi Ali leiðandi íslamsgagnrýnandi Evrópu áður en hún af öryggisástæðum neyddist til að flýja álfuna.„Umsnúningur" hennar leiddi til gallsúrrar gagnrýni af hálfu þeirra sem kalla sig vinstra fólk (og frá moskunum og úr röðum Medínu-múslima þaðan sem öfgasinnar hótuðu henni lífláti). Þessi öfl stimpluðu Hirsi Ali sem íslamófób og hengdu á hana ýmsa orðaleppa svo sem„tjáningarfrelsis-bókstafs- trúarmanneska"og„upplýsingar-bókstafs- trúar." Það var hvorki meira né minna.13 Er það ekki frekar svo að ef manneskja rís til varnar tjáningarfrelsinu, eins og er einkenni Hirsi Ali, þá verji hún um leið möguleikann til þess að hún sjálf geti síðar breytt um skoðun? Slíkt hlýtur að vera andstæða allrar bókstafstrúar. Fyrir bókstafstrúarmanneskju þá er tjáningarfrelsið ógn gegn þeirri trú hennar að hún búi yfir hinum eina og hreina sannleika. Af þessum ástæðum útiloka hugtökin bókstafstrú og tjáningarfrelsi hvort annað. Orðskrípi á borð við„tjáningarfrelsis- bókstafstrúarmanneskja" felur hreint út sagt í sér algera rökvillu og þvaður. Önnur afleiðing og lítt hugguleg, af þessum æfingum þar sem orðaleppum er klínt á fólk í því skyni að binda umræðuna, er sú að þaggað er niður í múslimskum stúlkum og konum sem hafna fjölskyldulögum íslams sem fela í sér gróft kynjamisrétti, sem neita að hylja hár sitt, og telja að þær séu í sínum fulla rétti að elska manneskjur þó þær séu ekki múslimar eða af sama kyni. Þeim skal haldið í skefjum. 13 Sjá til dæmis greinina „Enlightenment funda- mentalism or racism of the anti-racists?" á sig- nandsight.com, 24. janúar 2007. 90 ÞJÓÐMÁL sumarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.