Þjóðmál - 01.09.2018, Side 12

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 12
10 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Ýmislegt sem sagt hefur verið í umræðum um 3. orkupakkann minnir á frásagnir frá útlöndum um plöntun falsfrétta eða skipu­ legar upplýsingafalsanir til að knýja fram niðurstöðu hagstæða þeim sem fyrir her­ ferðinni stendur. Verði málið greint nánar hlýtur að koma í ljós hver hefur helst hag af því að spilla fyrir framgangi þessa máls eða að nota það til að grafa undan EES­aðildinni. Um aðildina að EES var ályktað á landsfundi sjálfstæðismanna í mars 2018 á þennan veg í kaflanum um utanríkismál: „Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá undirritun EES samningsins er tímabært að gera úttekt á reynslu Íslands af honum. Áríðandi er að haldið verði áfram að efla hagsmunagæslu innan ramma EES og tryggja að möguleikar Íslands til áhrifa á fyrri stigum EES mála verði nýttir til fulls. Sjálfstæðisflokkurinn gerir verulegar athuga semdir við að tekin sé upp löggjöf í EES­samninginn sem felur í sér vald­ heimildir sem fellur utan ramma tveggja stoða kerfis samningsins.“ Utanríkisráðherra hefur nú stofnað til úttektar á EES­samningnum. Á henni að verða lokið í byrjun september 2019. Að því er varðar tveggja stoða kerfið svonefnda í EES­sam­ starfinu snýr það að því að tryggja sjálfstæði EES/EFTA­ríkjanna (Íslands, Liechtensteins og Noregs) að EES­samstarfi nu með sjálfstæði stofnana á borð við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og EFTA­dómstólsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis­ flokksins, hefur helst varað við hættunum af því að á hlut EES/EFTA­ríkjanna verði gengið að þessu leyti. Raunar er grundvallaratriði fyrir EES­aðild Íslands að tveggja stoða kerfið virki og tryggi að EES­aðildin samræmist íslensku stjórnarskránni. Þannig var um hnúta búið við upphaf aðildar á sínum tíma og hefur verið margítrekað síðan. IV. Á liðnu sumri birtust frásagnir af fimm málum þar sem dómari, kærunefnd jafnréttis mála, umboðsmaður alþingis og umboðsmaður borgara komust að þeirri niðurstöðu að illa hefði verið staðið að stjórnsýslu á vettvangi yfirvalda Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri ber að sjálfsögðu lokaábyrgð á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Í skipuriti borgar­ yfirvalda segir að skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara fari með yfirumsjón með stjórn­ sýslu, miðlægri stoðþjónustu og samhæfingu innan stjórnsýslu borgarinnar í samstarfi við borgarritara. Á tveimur mánuðum, frá byrjun júní til loka júlí 2018, féllu fimm áfellisdómar vegna þessarar stjórnsýslu: 5. júní 2018: Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir Reykjavíkur borg til að greiða starfsmanni Ráðhúss Reykjavíkur skaðabætur vegna slæmrar framkomu skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. 2. júlí 2018: Kærunefnd jafnréttismála telur Reykjavíkur borg hafa brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við ráðningu borgarlögmanns á árinu 2017. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur stofnað til úttektar á EES­samningnum. Á henni að verða lokið í byrjun september 2019.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.