Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 12

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 12
10 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Ýmislegt sem sagt hefur verið í umræðum um 3. orkupakkann minnir á frásagnir frá útlöndum um plöntun falsfrétta eða skipu­ legar upplýsingafalsanir til að knýja fram niðurstöðu hagstæða þeim sem fyrir her­ ferðinni stendur. Verði málið greint nánar hlýtur að koma í ljós hver hefur helst hag af því að spilla fyrir framgangi þessa máls eða að nota það til að grafa undan EES­aðildinni. Um aðildina að EES var ályktað á landsfundi sjálfstæðismanna í mars 2018 á þennan veg í kaflanum um utanríkismál: „Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn frá undirritun EES samningsins er tímabært að gera úttekt á reynslu Íslands af honum. Áríðandi er að haldið verði áfram að efla hagsmunagæslu innan ramma EES og tryggja að möguleikar Íslands til áhrifa á fyrri stigum EES mála verði nýttir til fulls. Sjálfstæðisflokkurinn gerir verulegar athuga semdir við að tekin sé upp löggjöf í EES­samninginn sem felur í sér vald­ heimildir sem fellur utan ramma tveggja stoða kerfis samningsins.“ Utanríkisráðherra hefur nú stofnað til úttektar á EES­samningnum. Á henni að verða lokið í byrjun september 2019. Að því er varðar tveggja stoða kerfið svonefnda í EES­sam­ starfinu snýr það að því að tryggja sjálfstæði EES/EFTA­ríkjanna (Íslands, Liechtensteins og Noregs) að EES­samstarfi nu með sjálfstæði stofnana á borð við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og EFTA­dómstólsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis­ flokksins, hefur helst varað við hættunum af því að á hlut EES/EFTA­ríkjanna verði gengið að þessu leyti. Raunar er grundvallaratriði fyrir EES­aðild Íslands að tveggja stoða kerfið virki og tryggi að EES­aðildin samræmist íslensku stjórnarskránni. Þannig var um hnúta búið við upphaf aðildar á sínum tíma og hefur verið margítrekað síðan. IV. Á liðnu sumri birtust frásagnir af fimm málum þar sem dómari, kærunefnd jafnréttis mála, umboðsmaður alþingis og umboðsmaður borgara komust að þeirri niðurstöðu að illa hefði verið staðið að stjórnsýslu á vettvangi yfirvalda Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri ber að sjálfsögðu lokaábyrgð á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Í skipuriti borgar­ yfirvalda segir að skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara fari með yfirumsjón með stjórn­ sýslu, miðlægri stoðþjónustu og samhæfingu innan stjórnsýslu borgarinnar í samstarfi við borgarritara. Á tveimur mánuðum, frá byrjun júní til loka júlí 2018, féllu fimm áfellisdómar vegna þessarar stjórnsýslu: 5. júní 2018: Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir Reykjavíkur borg til að greiða starfsmanni Ráðhúss Reykjavíkur skaðabætur vegna slæmrar framkomu skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. 2. júlí 2018: Kærunefnd jafnréttismála telur Reykjavíkur borg hafa brotið gegn 1. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við ráðningu borgarlögmanns á árinu 2017. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur stofnað til úttektar á EES­samningnum. Á henni að verða lokið í byrjun september 2019.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.