Þjóðmál - 01.09.2018, Page 14

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 14
12 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Ásdís Kristjánsdóttir Tíu árum síðar Greinaflokkur: Áratug eftir hrun Kreppan mikla á þriðja áratugnum er almennt talin vera versta efnahagskreppan í nútíma hagsögu. Kom þar hvoru tveggja til að margir bankar urðu gjaldþrota og veru legur sam­ dráttur átti sér stað í heimsbúskapnum. Fjármálakreppan sem hófst um mitt ár 2007 hefur oft verið nefnd „stóra fjármála­ krísan“ enda mun stærri í sniðum, efnahags­ reikningar stærri og atburðarásin hraðari en í Kreppunni miklu átta áratugum fyrr. Á innan við níu mánuðum dróst útflutningur í heiminum saman um 22% en til saman­ burðar tók það tvö ár fyrir útflutning að dragast saman um sams konar hlutfall í Kreppunni miklu. Þá dróst alþjóðlegt fjár­ magnsflæði í heiminum saman um 90% á árunum 2007 og 2008 sem smitaðist yfir í raunhagkerfi margra ríkja og leiddi að lokum til alvarlegs efnahagssamdráttar, eins og okkur Íslendingum er enn í fersku minni. Nú tíu árum síðar er enn deilt um hvort fjármálakrísan hófst í Bandaríkjunum eða í Evrópu. Tímaritið Foreign Affairs fer vel yfir þá sögu og samskipti ríkjanna sitt hvorum megin Atlantsálanna í tilefni af tíu ára afmæli fjármálakrísunnar miklu. Í Bandaríkjunum hefur umræðan eftir 2008 snúist fyrst og fremst um kæruleysi hins opinbera og sak­ fellingar einstakra aðila sem taldir eru hafa borið ábyrgð á hruninu en leiðtogar Evrópu­ ríkja hafa viljað koma sökinni yfir á Banda­ ríkin um hvernig fór. Rætur kreppunnar lágu þó beggja vegna Atlantshafsins. Áfangastaðurinn Ísland varð skyndilega verðmætt vörumerki og að hluta til á krónan sinn þátt í því, þar sem veiking krónunnar efldi samkeppnisstöðu útflutningsgreina á mikilvægum tímapunkti. Ferðaþjónustan fór úr því að vera krúttleg lítil atvinnugrein í að vera ein stærsta útflutnings grein landsins á nokkrum árum, hefur skilað gífurlegum verðmætum til þjóðarbúsins og gegnt lykilhlutverki í að endurheimta lífskjör Íslendinga.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.