Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 14

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 14
12 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Ásdís Kristjánsdóttir Tíu árum síðar Greinaflokkur: Áratug eftir hrun Kreppan mikla á þriðja áratugnum er almennt talin vera versta efnahagskreppan í nútíma hagsögu. Kom þar hvoru tveggja til að margir bankar urðu gjaldþrota og veru legur sam­ dráttur átti sér stað í heimsbúskapnum. Fjármálakreppan sem hófst um mitt ár 2007 hefur oft verið nefnd „stóra fjármála­ krísan“ enda mun stærri í sniðum, efnahags­ reikningar stærri og atburðarásin hraðari en í Kreppunni miklu átta áratugum fyrr. Á innan við níu mánuðum dróst útflutningur í heiminum saman um 22% en til saman­ burðar tók það tvö ár fyrir útflutning að dragast saman um sams konar hlutfall í Kreppunni miklu. Þá dróst alþjóðlegt fjár­ magnsflæði í heiminum saman um 90% á árunum 2007 og 2008 sem smitaðist yfir í raunhagkerfi margra ríkja og leiddi að lokum til alvarlegs efnahagssamdráttar, eins og okkur Íslendingum er enn í fersku minni. Nú tíu árum síðar er enn deilt um hvort fjármálakrísan hófst í Bandaríkjunum eða í Evrópu. Tímaritið Foreign Affairs fer vel yfir þá sögu og samskipti ríkjanna sitt hvorum megin Atlantsálanna í tilefni af tíu ára afmæli fjármálakrísunnar miklu. Í Bandaríkjunum hefur umræðan eftir 2008 snúist fyrst og fremst um kæruleysi hins opinbera og sak­ fellingar einstakra aðila sem taldir eru hafa borið ábyrgð á hruninu en leiðtogar Evrópu­ ríkja hafa viljað koma sökinni yfir á Banda­ ríkin um hvernig fór. Rætur kreppunnar lágu þó beggja vegna Atlantshafsins. Áfangastaðurinn Ísland varð skyndilega verðmætt vörumerki og að hluta til á krónan sinn þátt í því, þar sem veiking krónunnar efldi samkeppnisstöðu útflutningsgreina á mikilvægum tímapunkti. Ferðaþjónustan fór úr því að vera krúttleg lítil atvinnugrein í að vera ein stærsta útflutnings grein landsins á nokkrum árum, hefur skilað gífurlegum verðmætum til þjóðarbúsins og gegnt lykilhlutverki í að endurheimta lífskjör Íslendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.