Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 19

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 19
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 17 Hert regluverk og aukið eftirlit Í kjölfar fjármálakreppunnar hefur verið reynt að girða fyrir mistök sem gerð voru fyrir 2008. Viðbrögðin hafa verið í þá átt að herða regluverkið og auka eftirlit, einkum og sér í lagi gagnvart fjármálastofnunum, og eru slík viðbrögð ekki staðbundin við Ísland. Þá hefur stjórntækjum seðlabanka heimsins fjölgað með hinum svokölluðu þjóðhags­ varúðartækjum samfara aukinni ábyrgð, einkum og sér í lagi er snýr að fjármála­ stöðugleika. Fyrir 2008 var litið svo á að seðlabankar væru aðeins með eitt markmið, verðstöðugleika, og eitt tæki, sem var stýrivextir. Jafnvel hafa fjármagnshöft hlotið nýtt nafn í heimi seðlabanka og eru nú kölluð fjárstreymistæki (e. capital flow management tool). Það er þó samdóma álit erlendra stofnana eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að slíkum höftum skuli einungis beitt í neyð, þau skuli ávallt vera tímabundin og á engan hátt gegna lykilhlutverki í almennri hagstjórn. Íslensku hagkerfi hefur nú verið stýrt í höftum í áratug, óvenju stíf innflæðishöft tóku við nokkru áður en útflæðishöftin voru afnumin. Það er alltaf varasamt að stýra hagkerfi með höftum. Höft samræmast ekki lögum sam­ kvæmt EES­samningi um frjálsa fjármagns­ flutninga. Við ákveðnar aðstæður er þó hægt að víkja frá þeirri meginreglu, eins og þegar mikið ójafnvægi ríkir á greiðslu jöfnuði, sem var uppi hér í kjölfar efnahags hrunsins enda voru útflæðishöftin heimiluð af EFTA­dóm­ stólnum. Sú neyð sem var uppi fyrir tíu árum er ekki til staðar í dag og því alls óvíst hvort innflæðishöftin halda fyrir dómstólum. Þó að nú sé kapp lagt á að forðast næsta hrun liggur fyrir að aldrei mun takast að fullu að koma í veg fyrir aðra efnahagskreppu, hvort sem er með höftum eða öðrum kvöðum. Við getum þó verið sammála um það að íslenskt hagkerfi er betur í stakk búið til að takast á við næsta samdráttarskeið. Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.