Þjóðmál - 01.09.2018, Page 20

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 20
18 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Greinaflokkur: Áratug eftir hrun Heiðar Guðjónsson Lærum af hruninu – treystum ekki á inngrip ríkisins Það er athyglisvert að 10 árum eftir mestu efnahagsáföll íslenskrar hagsögu virðist sem fæstir hafi dregið réttan lærdóm af hruninu. Hávær umræða er um inngrip ríkisins í rekstur flugfélaga og starfshópar hafa verið skipaðir, sem hitta reglulega ráðherra, til að fara yfir stöðu mála. Það er látið að því liggja að skylda hvíli á hinu opinbera að grípa inn í. Mikilvægasti lærdómur hrunsins var sá að ríkið á ekki að taka yfir skuldbindingar einka­ fyrirtækja. Álag á skuldir Íslands hækkaði gríðarlega þegar kynnt var að Glitnir yrði væntanlega tekinn yfir af íslenska ríkinu í september 2008. Sem betur fer varð ekkert úr því feigðarflani. Það var Íslandi til happs að Seðlabanki Íslands var ekki lánveitandi til þrautavara, hann hafði ekki aðgang að erlendum gjald eyri og gat því ekki með nokkru móti komið bönkunum til bjargar. Eins var íslenska ríkið aðþrengt og hafði engin tök á að grípa inn í. Það var lán í óláni. Þegar horft er til baka á hvernig mismunandi lönd brugðust við fjármálakreppunni er ljóst að í þeim tilfellum þar sem aðgangur að alþjóðlegu fjármagni var fyrir hendi freistuðust embættis­ og stjórnmálamenn til að velta vanda einkafyrirtækja yfir á almenning. Patrick Honohan, fyrrverandi seðlabankastjóri Írlands, hefur lýst því hvernig þeir ákváðu að „taka sénsinn“ með að lýsa yfir ríkisábyrgð á Ríkisstjórnin sem sat 2009­13 undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur sinnti ekki hagsmuna gæslu fyrir almenning í Icesave­ málum, sýndi kröfuhöfum allt of mikla linkind og fórnaði hagsmunum íslensks almennings í þágu hrægamma sjóða sem sérhæfa sig í því að ryðjast inn í kreppur og krefjast þess að fá margfalt greitt fyrir fjárfestingu sína. (Mynd: VB/HAG)

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.