Þjóðmál - 01.09.2018, Page 35

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 35
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 33 Einkarekstur í skólakerfinu Víða um heim starfa skólar á bæði leik­ og grunnskólastigi, reknir á sjálfstæðum grunni. Þeir tilheyra ekki opinberum rekstri skóla kerfis. Þessir sjálfstæðu skólar eru almennt litrík viðbót við skólaflóru hvers lands. Þeir hafa gjarnan kynnt til leiks nýstárlega hugmynda­ fræði og nýjar framsæknar skólastefnur. Þeir hafa veitt foreldrum fleiri valkosti í skólamálum og tækifæri til að velja milli ólíkra áherslna í uppeldi og menntun barna sinna. Hugmyndir um einkarekstur skóla vekja víða ugg. Upp vakna hughrif um bandaríska einkaskóla, himinhá skólagjöld og verulega stéttaskiptingu. Sjálfstæðir skólar á Norður­ löndum, og víða í Evrópu, eru þó gjarnan af allt öðrum meiði. Þeir eru almennt styrktir af almannafé og starfa samkvæmt námsskrám og lagaskyldu um að uppfylla kröfur um námsmarkmið og aðbúnað í skólum. Árið 2008 var lögum um grunnskóla breytt hérlendis á þann veg að einkareknir skólar sem njóta viðurkenningar ríkisins skuli fá tiltekið lágmarksframlag frá sveitarfélögum fyrir hvern nemanda. Lágmarksframlagið nemur 75% af meðalrekstrarkostnaði á hvern nemanda í öllum opinberum grunnskólum landsins. Þetta takmarkaða opinbera framlag veldur því að rekstur einkarekinna skóla er háður innheimtu skólagjalda. Framlög sveitarfélaga mega þó vera hærri en sem nemur þessu lögbundna lágmarks­ framlagi. Til að mynda hefur Garðabær veitt einkareknum grunnskólum í sveitarfélaginu sömu framlög á nemanda og bæjarreknum grunnskólum. Þó með því skilyrði að skólarnir innheimti ekki skólagjöld. Fjölbreytileiki í fyrirrúmi Hérlendis eru einkareknir leikskólar 37 talsins, en þá sækja um 15% allra leikskólabarna. Einkareknir grunnskólar eru 13 talsins en nemendur þeirra eru um 2,3% allra grunn­ skólabarna landsins. Fjölbreytileiki skóla­ kerfisins er takmarkaður. Samanburðurinn er áhugaverður við aðrar Norðurlandaþjóðir. Í Danmörku eru 12% allra grunnskólabarna í sjálfstæðum skólum en í Kaupmannahöfn er fjórðungur nemenda í sjálfstæðum skólum. Í Noregi eru um 57% allra leikskóla einkarekin. Árið 2014 voru um 20% leikskólabarna í Svíþjóð og um 17% leikskólabarna í Danmörku í einkareknum leikskólum. Ísland er því verulegur eftirbátur nágrannaþjóðanna hvað varðar einkarekstur í skólakerfinu. Skýringin liggur eflaust meðal annars í því að einkaaðilum er gert nær ókleift að stofna leik­ og grunnskóla. Engir opinberir styrkir bjóðast svo mæta megi stofnkostnaði við húsnæði og búnað. Eins er opinbert framlag með hverju skólabarni takmarkað með þeim hætti sem fyrr er lýst. Þannig hafa sveitar­ félög tryggt sér hálfgerða einokun á uppeldi og menntun barna – einokun sem á öðrum samfélagssviðum, til að mynda í atvinnulífi og viðskiptalífi, þykir draga með óviðunandi hætti úr frelsi og fjölbreytni. Samfélagið þarf að treysta foreldrum betur til að velja þá menntun sem hentar börnum þeirra best.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.