Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 35

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 35
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 33 Einkarekstur í skólakerfinu Víða um heim starfa skólar á bæði leik­ og grunnskólastigi, reknir á sjálfstæðum grunni. Þeir tilheyra ekki opinberum rekstri skóla kerfis. Þessir sjálfstæðu skólar eru almennt litrík viðbót við skólaflóru hvers lands. Þeir hafa gjarnan kynnt til leiks nýstárlega hugmynda­ fræði og nýjar framsæknar skólastefnur. Þeir hafa veitt foreldrum fleiri valkosti í skólamálum og tækifæri til að velja milli ólíkra áherslna í uppeldi og menntun barna sinna. Hugmyndir um einkarekstur skóla vekja víða ugg. Upp vakna hughrif um bandaríska einkaskóla, himinhá skólagjöld og verulega stéttaskiptingu. Sjálfstæðir skólar á Norður­ löndum, og víða í Evrópu, eru þó gjarnan af allt öðrum meiði. Þeir eru almennt styrktir af almannafé og starfa samkvæmt námsskrám og lagaskyldu um að uppfylla kröfur um námsmarkmið og aðbúnað í skólum. Árið 2008 var lögum um grunnskóla breytt hérlendis á þann veg að einkareknir skólar sem njóta viðurkenningar ríkisins skuli fá tiltekið lágmarksframlag frá sveitarfélögum fyrir hvern nemanda. Lágmarksframlagið nemur 75% af meðalrekstrarkostnaði á hvern nemanda í öllum opinberum grunnskólum landsins. Þetta takmarkaða opinbera framlag veldur því að rekstur einkarekinna skóla er háður innheimtu skólagjalda. Framlög sveitarfélaga mega þó vera hærri en sem nemur þessu lögbundna lágmarks­ framlagi. Til að mynda hefur Garðabær veitt einkareknum grunnskólum í sveitarfélaginu sömu framlög á nemanda og bæjarreknum grunnskólum. Þó með því skilyrði að skólarnir innheimti ekki skólagjöld. Fjölbreytileiki í fyrirrúmi Hérlendis eru einkareknir leikskólar 37 talsins, en þá sækja um 15% allra leikskólabarna. Einkareknir grunnskólar eru 13 talsins en nemendur þeirra eru um 2,3% allra grunn­ skólabarna landsins. Fjölbreytileiki skóla­ kerfisins er takmarkaður. Samanburðurinn er áhugaverður við aðrar Norðurlandaþjóðir. Í Danmörku eru 12% allra grunnskólabarna í sjálfstæðum skólum en í Kaupmannahöfn er fjórðungur nemenda í sjálfstæðum skólum. Í Noregi eru um 57% allra leikskóla einkarekin. Árið 2014 voru um 20% leikskólabarna í Svíþjóð og um 17% leikskólabarna í Danmörku í einkareknum leikskólum. Ísland er því verulegur eftirbátur nágrannaþjóðanna hvað varðar einkarekstur í skólakerfinu. Skýringin liggur eflaust meðal annars í því að einkaaðilum er gert nær ókleift að stofna leik­ og grunnskóla. Engir opinberir styrkir bjóðast svo mæta megi stofnkostnaði við húsnæði og búnað. Eins er opinbert framlag með hverju skólabarni takmarkað með þeim hætti sem fyrr er lýst. Þannig hafa sveitar­ félög tryggt sér hálfgerða einokun á uppeldi og menntun barna – einokun sem á öðrum samfélagssviðum, til að mynda í atvinnulífi og viðskiptalífi, þykir draga með óviðunandi hætti úr frelsi og fjölbreytni. Samfélagið þarf að treysta foreldrum betur til að velja þá menntun sem hentar börnum þeirra best.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.