Þjóðmál - 01.09.2018, Page 54

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 54
52 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Fríverzlun við Bandaríkin? Þrátt fyrir að standa utan Evrópusambandsins og tollabandalags þess er Ísland engu að síður í þeirri stöðu að vera bundið af ófáum óbeinum viðskiptahindrunum sambandsins í gegnum það vaxandi regluverk sem taka þarf upp hér á landi vegna aðildarinnar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Þessar reglur takmarka eðli málsins samkvæmt svigrúm íslenzkra stjórnvalda til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki. Þetta þýðir að áður en formlegar fríverzlunar­ viðræður geta hafizt á milli Íslands og annarra ríkja, hvort sem það er í gegnum aðild landsins að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) eða á eigin vegum, þurfa viðsemjendur landsins að gera sér grein fyrir þeim veruleika að hér á landi er í gildi umfangsmikið reglu­ verk sem íslenzk stjórnvöld geta ekki gert breytingar á til þess að greiða fyrir fríverzlun enda ekki um að ræða þeirra reglur. Margt bendir til þess að aðild Íslands að EES­ samningnum dragi verulega úr líkunum á að Ísland geti samið til að mynda um fríverzlun við Bandaríkin, í gegnum EFTA eða ekki, og kunni jafnvel að koma alfarið í veg fyrir það vegna ólíks regluverks. Telja verður afar ólíklegt að bandarísk stjórnvöld séu reiðubúin að sætta sig við að innflutningur þaðan verði að uppfylla reglur Evrópusam­ bandsins um vörumerkingar, öryggisstaðla og svo framvegis óbreyttar. Ekki sízt í ljósi þess að fríverzlunarviðræður Bandaríkjanna og sambandsins snerust einmitt einkum um viðskiptahindranir sem felast í ólíku reglu­ verki þeirra. Meðal þess sem mikið hefur verið rætt um í Bretlandi vegna fyrirhugaðrar útgöngu landsins úr Evrópusambandinu er einmitt að verði landið áfram bundið af reglum sam­ bandsins eftir að út er komið muni það gera Bretum erfiðara fyrir að semja um fríverzlun við önnur ríki. Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, hefur þannig bent á að slíkt gæti komið í veg fyrir að fríverzlunarsamning á milli Bretlands og Bandaríkjanna.7 Reglurnar þvælast fyrir viðskiptum við aðra Reyndar er það svo að reglur Evrópusam­ bandsins í gegnum EES­samninginn hafa um árabil gert viðskipti á milli Íslands og Bandar íkjanna erfiðari og kostnaðarsamari en þau hafa þurft að vera. Ófá dæmi eru um að ekkert hafi fyrir vikið hreinlega orðið af slíkum viðskiptum. Þannig var til að mynda fjallað um það fyrir ekki alls löngu að innflutningur Innnes ehf. á bandarískum vörum til Íslands hefði dregist stórlega saman, ekki sízt vegna mikils kostnaðar sem fylgdi því að uppfylla kröfur í regluverki Evrópusambandsins. Fulltrúi Innnes tók sem dæmi á fundi á vegum Amerísk­íslenska viðskiptaráðsins að fyrirtækið hefði þurft að hætta að flytja inn kex frá Bandaríkjunum vegna þess að það hefði ekki lengur verið samkeppnishæft við kex frá Evrópusambandinu, ekki sízt vegna kostnaðar af aðkeyptri ráðgjöf vegna þess að reglur um vörumerkingar í Bandaríkjunum eru ólíkar þeim reglum sem gilda hér á landi vegna aðildarinnar að EES­samningnum. Fram kom að dæmi væru til að mynda um að vörur væru bannaðar hér á landi samkvæmt reglum Evrópusambandsins vegna aukaefnis sem væri engu að síður leyfilegt í öðrum vörum. Mikil vinna færi í að kanna hvort ein­ hver efni væru í vörum sem væru bönnuð af sambandinu og að sama skapi í að opna alla kassa og merkja hverja vöru í samræmi við reglur þess. Flækjustigið væri fyrir vikið hátt og bandarísk fyrirtæki virtust hafa merkingu framleiðslu sinnar í litlum mæli í samræmi við regluverk Evrópusambandsins.8 Forsvarsmenn Costco hafa einnig greint frá því að upphaflega hafi staðið til að opna útibú hér á landi út frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada og bjóða upp á mun meira úrval af amerískum vörum en raunin varð.9 Þau áform hafi hins vegar breytzt eftir að þeir ráku sig á regluverk Evrópusambandsins sem gildir hér á landi.10 Upphaflegar áætlanir þeirra hefðu væntanlega ekki aðeins leitt til meira vöru­ úrvals heldur einnig enn lægra verðs.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.