Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 70
68 ÞJÓÐMÁL Haust 2018
Í útreikningum afkomuígildisstuðla er allur
afli meðhöndlaður eins, hvort sem hann er
meðafli eða ekki, þ.e.a.s. allur afli er látinn bera
kostnað af veiðiferð í hlutfalli af aflaverðmæti.
Það hefur t.d. þær afleiðingar að tegundir sem
eru afar verðmætar en eru veiddar í litlu magni,
og þá fyrir tilviljun, eins og t.d. túnfiskur, eru
nær alltaf með neikvæða afkomu.
Við útreikning á afkomuígildum er kostnaði
fiskveiðitúrs deilt niður á nytjastofna sem
voru veiddir í túrnum í hlutfalli við aflaverð
mæti þeirra. Ef 30% af aflaverðmæti túrsins
eru þorskur teljast þá 30% af kostnaði túrsins
til þorsks. Í dæmi túnfisks er kostnaður við
veiðar á honum oft ofreiknaður því aflaverð
mæti túnfisksins er mikið og telst því óeðli
lega stór hluti af kostnaði túrsins til túnfisks.
Enn fremur er sjaldan, ef nokkurn tímann,
farið í fisktveiðitúr með það að markmiði að
veiða túnfisk og því er það með öllu handa
hófskennt hvort hann er veiddur. Það er
því ljóst að miðað við gildandi reiknireglur
er ómögulegt að reikna út afkomuígildi
fyrir túnfisk sem tekur mið af raunverulegri
framlegð við veiðar. Útreikningur á þeim
tegundum sem eru nær einungis veiddar
sem meðafli verða því aldrei lýsandi fyrir
sóknarkostnað við að veiða þær tegundir.
Aftur á móti eru afkomuígildi nákvæmari fyrir
tegundir sem eru veiddar meira, sérstaklega
ef margar veiðiferðir eru farnar þar sem
einungis einn nytjastofn er veiddur. Í þeim
tilfellum telst allur sóknarkostnaður veiði
ferðarinnar til þess nytjastofns.
Til þess að leiðrétta þessa skekkju hafa
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi m.a. lagt til að
tegundir sem sæta ekki takmörkuðum veiðum
beri ekki veiðigjald. Byggir þessi tillaga á því
að fjárhagsleg áhrif hennar væru óveruleg á
ríkissjóð en einfaldi mjög, flýti fyrir og bæti
vinnu veiðigjaldsnefndar, því þá þarf ekki
að reikna veiðigjald á jafnmargar tegundir.
Á sama grundvelli hafa Samtök fyrirtækja í
sjávarútvegi lagt til að tegundir sem eru lítið
veiddar en eru kvótasettar beri 2% veiðigjald
af aflaverðmæti.
Byggir þetta á sömu hugsun, þ.e.a.s. að ekki
sé bein sókn í þessar tegundir og því séu
afkomuígildisstuðlar hlutað eigandi tegunda
handahófskenndir. Þetta myndi leiða til þess
að veiðigjald á lítið veiddar tegundir lækkaði
umtalsvert.
Sjávarútvegur þarf stöðugleika
Ljóst er að ýmislegt þarf að taka til endur
skoðunar í lögum um veiðigjald. Hvað ýmis
atriði varðar ná lögin ekki markmiði sínu
um að taka mið af afkomu í sjávarútvegi,
en nauðsynlegt er að slíkur útreikningur sé
sem nákvæmastur, því annars getur sú staða
komið upp að veiðigjaldið verði óhóflegt og
ósanngjarnt.
Það væri mikil bót fyrir íslenskan sjávarútveg
að fá stöðugleika varðandi skattlagningu á
greininni, jafnvel þótt það þýði að skatturinn
sé tiltölulega hár eins og raunin er í dag.
Færa má öflug rök fyrir því að veiðigjald
yfirstand andi fiskveiðiárs sé of hátt og er það
m.a. bein afleiðing af ónákvæmni í
útreikningi gjaldsins.
Í fjármagnsfrekum rekstri er stöðugleiki gulls
ígildi og sífelld pólitísk afskipti af skatt
lagn ingu á greininni gera henni erfitt fyrir.
Þess vegna er líklega besta leiðin að halda
áfram að lagfæra núverandi fyrirkomulag
við útreikning veiðigjalds í stað þess að
leggjast í grundvallarbreytingar sem geta
kallað á ófyrirsjáanlegar afleiðingar – sem
svo kunna að kalla á enn frekari breytingar
til ókominnar framtíðar. Út úr þeim vítahring
er nauðsynlegt að losna, að gjaldtaka af
sjávarútvegi sé eilíft þrætuepli stjórnmála
manna með tilheyrandi óvissu fyrir þá sem
starfa í sjávarútvegi.
Höfundur er lögfræðingur og formaður
Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Greinin byggir á nýútgefinni meistara-
ritgerð höfundar sem fjallar um lög um
veiðigjald.