Þjóðmál - 01.09.2018, Page 72
70 ÞJÓÐMÁL Haust 2018
Bandaríski rithöfundurinn og samfélags
rýnirinn Caitlin Flanagan skrifaði í byrjun
ágúst áhugaverða grein um Jordan Peterson
og viðbrögð vinstrimanna við orðræðu hans
á vef tímaritsins The Atlantic. Flanagan segir
frá því að fyrir um tveimur árum hafi sonur
hennar, sem þá var á unglingsaldri, verið
að horfa á það sem henni fannst undarlegt
YouTubemyndband í sjónvarpinu. Þegar hún
spurði hann hvað þetta væri útskýrði hann
fyrir henni að þetta væri sálfræðiprófessor við
Háskólann í Toronto að tala um nýsett lög þar
í landi. Flanagan taldi að drengurinn væri nú
kominn að endalokum internetsins og þetta
væri það eina sem væri eftir.
Sonur hennar reyndi þó síðar um kvöldið að
útskýra boðskap Peterson fyrir móður sinni en
fyrir henni var það bara suð í eyrum og hún
vildi frekar tala um eitthvað áhuga verðara. Þó
kom brátt í ljós að margir vina hans – sem líkt
og hann voru framsæknir Demókratar sem
aldir voru upp á frjáls lyndum heimilum í Los
Angeles og höfðu samfélagsstöðu samkvæmt
því – höfðu horft á myndbönd Peterson og
ræddu töluvert um það sín á milli.
Að loknu grunnskólanámi (e. high school)
hélt vinahópurinn í háskóla þar sem þeir voru
útsettir fyrir þeirri pólitískri umræðu sem
einkennir háskólasamfélagið vestanhafs um
þessar mundir. Þeir rugguðu þó ekki bátnum
og tóku ekki þátt í pólitískri umræðu í
skólanum. Þess í stað hlustuðu þeir á þennan
mann, Jordan Peterson, hvar sem þeir gátu;
í herbergjum sínum, í rútunni á leið á leiki,
í ræktinni o.s.frv. Í framhaldinu fóru þeir að
hlusta á önnur hljóðvörp (e. podcast), s.s.
Sam Harris, Dave Rubin og Joe Rogan.
„Það sem þeir fengu út úr þessum fyrir lestrum
og umræðum, sem oft voru langar og flóknar,
voru mögulega einu rökin sem þeir höfðu
nokkurn tímann heyrt gegn auðkennis
stjórnmálum (e. identity politics) á ævi sinni,“
segir Flanagan.
Flanagan segir að með því að ýta staðal
ímyndum auðkennisstjórnmála út af borðinu
hafi skapast svigrúm til að ræða alls konar
málefni – trú, heimspeki, sögu og goðsagnir
– á annan hátt en áður. Þannig gefist svigrúm
til að móta sína eigin afstöðu til hugmynda;
afstöðu sem byggist á reynslu og þekkingu
en er ekki miðlað af fyrir fram ákveðinni
hugmyndafræði. Án þess að gera sér grein
fyrir því voru þessir ungu menn að taka þátt
í stórri bylgju bandarískra háskólanema sem
hlustuðu á Peterson, beint fyrir framan nefið
á þeim fræðimönnum sem hafa það hlutverk
að mennta ungt fólk og hafa talað með allt
öðrum hætti en Peterson hefur gert.
Flanagan segir að þar sem þetta hafi átt
sér stað með þöglum hætti, þ.e. boðskapur
Peterson verið sóttur í gegnum gervihnött
og streymt í gegnum heyrnartól í stað þess
að fara fram á svokölluðum fræðasvæðum
– þar sem hægt var að fylgjast með honum,
hrópa hann niður og tilkynna til viðeigandi
yfir valda –hafi vinstrimenn verið seinir að
átta sig á því hversu erfiður þessi boðskapur
ætti eftir að reynast þeim.
Að sögn Flanagan voru þetta þó ekki bara
háskólanemar, þvert á móti. Úti um allt
land var fólk að hlusta á hljóðvörpin. Þáttur
Joe Rogan, með fjölbreyttri samblöndu af
gestum og viðfangsefnum, var vettvangur
þar sem hugmyndir Peterson fengu reglu lega
hljómgrunn – ýmist af honum sjálfum eða
öðrum hugsuðum sem hann var lauslega
tengdur. Hljóðvarpi Rogans er hlaðið niður af
milljónum einstaklinga í hverjum mánuði.
„Hvað sem var að gerast, þá var það að gerast
á mælikvarða og hraða sem var umfram getu
þess sem hinn hefðbundni menningarmaður
getur höndlað,“ segir Flanagan í grein sinni.
„Þegar vinstrið áttaði sig á þessu var það um
seinan, þeir hefðu allt eins getað reynt að
tæma Kyrrahafið með skeið.“
Flanagan segir að viðvörunarbjöllurnar
hafi þó farið af stað þegar Peterson gaf út
metsölubók sína, Tólf lífsreglur: Mótefni við
glundroða, vegna þess að bækur eru nokkuð
sem vinstrið viðurkennir sem drifkraft
menningar.