Þjóðmál - 01.09.2018, Side 79

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 79
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 77 Árið 1976 var Ólympíuskákmótið haldið í Haifa í Ísrael. Þá mótmæltu flestar arabaþjóðir og héldu sitt eigið Ólympíuskákmót í Trípólí sem var lítið og fámennt. Það snerist svo við þegar mótið var haldið í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 1986. Þá mættu Ísraels­ menn ekki. Pólítík hefur því sett stóran svip á Ólympíuskákmótin í gegnum tíðina. Armenar mættu heldur ekki á Ólympíuskákmótið í Bakú 2016 í Aserbaídsjan enda eiga þjóðirnar formlega í stríði. Allir eru velkomnir á Ólympíuskákmótið í Batumi í Georgíu, nema þeir sem hafa komið til Suður­Ossetíu og Abkasíu, en þau héruð voru hertekin af Rússum árið 2008. Þeir sem hafa komið þangað geta verið handteknir við komuna til Georgíu, sem lítur á þau sem sitt landsvæði. Ísland á Ólympíuskákmótum í gegnum tíðina Íslendingar hafa alls tekið þátt 37 sinnum á Ólympíuskákmóti; fyrst á þriðja Ólympíu­ skákmótinu árið 1930. Síðan 1952 hefur Ísland ávallt tekið þátt. Þess fyrir utan tefldi Ísland á hinu umdeilda Ólympíuskákmóti í Þýskalandi nasismans árið 1936. Íslandi hefur oftsinnis gengið vel á Ólympíu­ skákmóti. Fræg er þátttakan á Ólympíuskák­ mótinu í Buenos Aires 1939 sem fram fór í stríðsbyrjun. Þá þurftu íslensku keppendurnir að ferðast í þrjár vikur til að komast til baka! Þá vann liðið b­keppnina og Copa Argentina­bikarinn, sem var mikið afrek. Tímabilið 1984­1996 var sannkallað gullaldar­ tímabil Íslands. Þá endaði íslenska liðið aldrei neðar en í 22. sæti og þrívegis á topp 10. Besti árangurinn var í Dubai 1986 þegar íslenska liðið endaði í fimmta sæti. Um það afrek skrifuðu dr. Kristján Guðmundsson og Jón L. Árnason stórgóða bók; Skákstríð við Persaflóa. Ísland hefur heldur gefið eftir á heimsvísu þrátt fyrir að vera enn með sterkasta landslið heims miðað við höfðatölu! Síðustu ár hefur íslenska liðið endað í kringum í 40. sæti. Kvennaliðið Á Ólympíuskákmótum er teflt í opnum flokki og kvennaflokki. Skákkonur geta teflt í opnum flokki og gera það stundum. Judit Polgar tefldi ávallt í opnum flokki fyrir Ung­ verjaland. Ísland sendi fyrst kvennalið til keppni árið 1978. Þá ætlaði Skáksambandið ekki að senda lið. Birna Norðdahl, sem þá var ein sterkasta skákkona landsins, barði þá í borðið og sagði „Við förum samt“ og safnaði sjálf fullum farareyri. Ísland sendi ekki lið á árunum 1986­1998, enda voru þá afar fáar konur teflandi hérlendis. Síðan árið 2000 hefur íslenskt kvennalið ávallt tekið þátt. Kvennaliðið hefur síðustu ár verið í kringum 50­60. sæti. Ólympíuhópurinn 1978 ­ fyrsta kvennaliðið sem sent var. Birna Norðdahl lengst til vinstri. Guðlaug Þorsteinsdóttir önnur til hægri.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.