Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 79

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 79
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 77 Árið 1976 var Ólympíuskákmótið haldið í Haifa í Ísrael. Þá mótmæltu flestar arabaþjóðir og héldu sitt eigið Ólympíuskákmót í Trípólí sem var lítið og fámennt. Það snerist svo við þegar mótið var haldið í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 1986. Þá mættu Ísraels­ menn ekki. Pólítík hefur því sett stóran svip á Ólympíuskákmótin í gegnum tíðina. Armenar mættu heldur ekki á Ólympíuskákmótið í Bakú 2016 í Aserbaídsjan enda eiga þjóðirnar formlega í stríði. Allir eru velkomnir á Ólympíuskákmótið í Batumi í Georgíu, nema þeir sem hafa komið til Suður­Ossetíu og Abkasíu, en þau héruð voru hertekin af Rússum árið 2008. Þeir sem hafa komið þangað geta verið handteknir við komuna til Georgíu, sem lítur á þau sem sitt landsvæði. Ísland á Ólympíuskákmótum í gegnum tíðina Íslendingar hafa alls tekið þátt 37 sinnum á Ólympíuskákmóti; fyrst á þriðja Ólympíu­ skákmótinu árið 1930. Síðan 1952 hefur Ísland ávallt tekið þátt. Þess fyrir utan tefldi Ísland á hinu umdeilda Ólympíuskákmóti í Þýskalandi nasismans árið 1936. Íslandi hefur oftsinnis gengið vel á Ólympíu­ skákmóti. Fræg er þátttakan á Ólympíuskák­ mótinu í Buenos Aires 1939 sem fram fór í stríðsbyrjun. Þá þurftu íslensku keppendurnir að ferðast í þrjár vikur til að komast til baka! Þá vann liðið b­keppnina og Copa Argentina­bikarinn, sem var mikið afrek. Tímabilið 1984­1996 var sannkallað gullaldar­ tímabil Íslands. Þá endaði íslenska liðið aldrei neðar en í 22. sæti og þrívegis á topp 10. Besti árangurinn var í Dubai 1986 þegar íslenska liðið endaði í fimmta sæti. Um það afrek skrifuðu dr. Kristján Guðmundsson og Jón L. Árnason stórgóða bók; Skákstríð við Persaflóa. Ísland hefur heldur gefið eftir á heimsvísu þrátt fyrir að vera enn með sterkasta landslið heims miðað við höfðatölu! Síðustu ár hefur íslenska liðið endað í kringum í 40. sæti. Kvennaliðið Á Ólympíuskákmótum er teflt í opnum flokki og kvennaflokki. Skákkonur geta teflt í opnum flokki og gera það stundum. Judit Polgar tefldi ávallt í opnum flokki fyrir Ung­ verjaland. Ísland sendi fyrst kvennalið til keppni árið 1978. Þá ætlaði Skáksambandið ekki að senda lið. Birna Norðdahl, sem þá var ein sterkasta skákkona landsins, barði þá í borðið og sagði „Við förum samt“ og safnaði sjálf fullum farareyri. Ísland sendi ekki lið á árunum 1986­1998, enda voru þá afar fáar konur teflandi hérlendis. Síðan árið 2000 hefur íslenskt kvennalið ávallt tekið þátt. Kvennaliðið hefur síðustu ár verið í kringum 50­60. sæti. Ólympíuhópurinn 1978 ­ fyrsta kvennaliðið sem sent var. Birna Norðdahl lengst til vinstri. Guðlaug Þorsteinsdóttir önnur til hægri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.