Þjóðmál - 01.12.2019, Page 6
4 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019
***
Það þarf þó að hrósa því sem vel er gert. Í
fjármálaráðherratíð Bjarna Benediktssonar
hefur tekjuskattur einstaklinga lækkað um
tæpa 25 milljarða króna á undanförnum
árum vegna ýmissa breytinga sem gerðar
hafa verið á tekjuskattskerfinu. Að auki hafði
hann, þá í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar, forystu um skatt frjálsa ráð
stöfun séreignasparnaðar vegna íbúðarkaupa.
Sú ríkisstjórn felldi einnig niður flesta tolla og
almenn vörugjöld. Auðlegðarskatturinn rann
sitt skeið (skv. ákvörðun vinstri stjórnarinnar
sem sat 20092013) og þrátt fyrir þrýsting frá
vinstriflokkunum var hann ekki tekinn upp
aftur. Allt voru þetta liðir sem skiptu heimilin
í landinu verulegu máli.
***
Aðrir skattar hafa þó hækkað eða staðið
óáreittir. Tekjur ríkisins af virðisaukaskatti
hafa aukist vegna breytinga á skattstofninum,
lagðir hafa verið á grænir skattar (t.d.
kolefnisgjald) og þá hefur hinn undarlegi
bankaskattur fengið að standa þrátt fyrir að
vitað sé að hann bitnar helst á tekjulægri
einstaklingum og fyrirtækjum.
***
Það er áhugavert að skoða hegðun ríkisins í
skattamálum, ef svo má að orði komast. Ríkið
er auðvitað ekki persóna en hagar sér samt
með ákveðnum hætti eftir því hverjir stjórna
því. Á liðnum árum virðist sem embættismenn
móti frekar hegðun ríkisins en stjórnmála
menn.
Tryggingargjaldið er eitt af því sem dregur
fram ákveðið hegðunarvandamál hjá ríkinu.
Gjaldið var snarhækkað í kjölfar hins svo
kallaða hruns haustið 2008. Allt í einu sá ríkið
þarna skattstofn sem gildnaði hratt og það
var, og er, erfitt að lækka hann. Tryggingar
gjaldið hefur vissulega lækkað lítillega á
undanförnum árum en í raun allt of lítið. Þrátt
fyrir að atvinnuleysi hafi minnkað allverulega
frá því að gjaldið var hækkað þá var ríkið búið
að ráðstafa þeim upphæðum sem gjaldið átti
að skila.
Það var í raun orðið að þægilegum tekjustofni
fyrir ríkið að innheimta hátt tryggingargjald
þar sem heimilin í landinu finna ekki fyrir því
með beinum hætti. Það eru bara atvinnu
rekendur sem finna fyrir tryggingargjaldinu
og þeir njóta ekki mikillar samúðar, hvorki
á Alþingi né hjá embættismönnunum (sem
aldrei þurfa að liggja andvaka yfir launa
greiðslum).
***
Annar þáttur í þessu er það sem einu sinni
var kallað markaðar tekjur. Nú er það þannig
að allar skattgreiðslur, hvort sem um er að
ræða tekjuskatt, virðisaukaskatt eða aðrar
„markaðar tekjur“ á borð við útvarpsgjald,
vörugjöld, sérstaka skatta á eldsneyti eða
önnur gjöld sem hið opinbera hefur lagt á
skattgreiðendur, renna saman í einn pott,
ríkissjóð. Það er síðan allur gangur á því
hvort fjármagnið skili sér í þau verkefni sem
þeim er ætlað. Þau gjöld sem innheimt eru af
ökutækjum og eldsneyti renna til að mynda
Það þarf ekki að fylgjast lengi með pólitískri umræðu til að heyra hverja
má skattleggja enn frekar og hvar megi auka „skattstofna“ ríkisins.