Þjóðmál - 01.12.2019, Síða 9

Þjóðmál - 01.12.2019, Síða 9
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 7 Stjórnarskrárfélagið stóð að öðrum sam­ bærilegum fundi á Austurvelli laugardaginn 7. desember. Þá bar fundurinn fyrirsögnina: Lýðræði ekki auðræði – Auðlindirnar aftur í okkar hendur. Sjónvarpsþátturinn um spillingu í Namibíu blés nýju lífi í Stjórnarskrárfélagið og þá sem telja að það þjóni baráttu sinni gegn „arðráni“ að starfa með félaginu í baráttu þess fyrir nýrri stjórnarskrá. Útifundir og krafa um stjórnarskrárbreytingu vegna uppljóstrana um mútur við öflun veiðiheimilda undan strönd Namibíu mynda ekki neina samstöðu í stjórnarskrármálinu hér á landi. Þvert á móti eru þessir fundir og málflutningurinn á þeim til þess eins fallinn að auka sundrung meðal þjóðarinnar. Þegar grunnur var lagður að íslensku stjórnar skránni var það gert með rökum sem hnigu að því að festa í lögbækur rómantíska byltingarstrauma 19. aldar. Tilgangurinn var að veita borgurum frelsi til að ráða málum sínum sjálfir og móta eigin framtíð, þeir væru ekki viljalaust verkfæri í höndum þjóðhöfðingja með vald frá Guði. Þegar stjórnarskránni var breytt í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins árið 1994 var það gert til að færa í orð og virkja strauma í mannréttindamálum sem mótast höfðu á lýðveldistímanum. Ekkert sambærilegt viðfangsefni blasir við stjórnarskrárgjafanum núna. Tilraunin til að kollvarpa lýðveldisstjórnarskránni hófst 1. febrúar 2009 þegar samfylkingarkonan Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra. Hörðustu átökin urðu á Alþingi fyrstu vikurnar eftir valdatöku Jóhönnu þegar allt átti að gerast undir slagorðinu: Það varð hrun. Fyrir henni vakti meðal annars að svipta Alþingi stöðu stjórnarskrárgjafa og færa valdið í hendur stjórnlagaþingi. Allt rann þetta út í sandinn og þar er stjórnarskrármálið enn rúmum áratug síðar. II. Stjórnarskrárfélagið stuðlar ekki að nauðsyn­ legri samstöðu um breytingu á stjórnar skránni með vetrarfundum sínum á Austurvelli til að fylgja eftir gagnrýni á Samherja í sjónvarps­ þætti. Í þágu stjórnarskrárbreytinga þjóna þessir fundir engum tilgangi og hafa frekar neikvæð en jákvæð áhrif skipti þeir nokkru máli almennt. Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson var aðalræðumaður á fundi Stjórnarskrár­ félagsins 7. desember. Um ræðu hans sagði Jón Hallur Stefánsson rithöfundur á Facebook 10. desember 2019 að sér rynni blóðið til skyldunnar sem vinstrisinna til að lýsa yfir að sér þætti „þetta ekki góð ræða“. Og einnig: „Gagnrýnin umræða um Sjálfstæðisflokkinn hefur ríka og sívaxandi tilhneigingu til að vera ekki gagnrýnin umræða heldur óhamin útrás fyrir neikvæðar tilfinningar og um leið tilraun til að særa með öllum tiltækum ráðum, í þessari ræðu er mikil­ vægum pólitískum spurningum til dæmis hnýtt saman við persónulegar svívirðingar, háðsglósur um tertubakstur og upprifjun á einkamálum sem ekkert erindi eiga í opin­ bera umræðu. Öll gagnrýni á Sjálfstæðis­ flokkinn verður þannig að eitraðri blöndu af hatursorðræðu og heiftyrðum einsog þeim sem látin eru flakka í verstu hjónarifrildum. Tilætluð áhrif á andstæðinga flokksins geta varla verið önnur en að staðfesta og magna upp það skinheilaga og hvítglóandi hatur á þessum stjórnmálaflokki sem sett er í öndvegi í stað gagnrýnnar hugsunar.“ Við þessari færslu brást Hallgrímur Helgason rithöfundur á þennan hátt: „Um mig hríslaðist sæluhrollur undir ræðunni, loksins einhver sem segir sannleikann. Eða hvar fór hann yfir strikið, hvað var ekki rétt? En það má aldrei vanmeta borgaralega íhaldssemi, hún lifir lengi lengi.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.