Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 13

Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 13
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 11 6 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmála­ ráðherra sagðist við atkvæðagreiðsluna ekki sitja undir ásökunum um að ætla að veikja eftirlitsstofnanir. Síðustu ár hefðu „gríðarlegir fjármunir“ runnið til að efla þær eftirlits­ stofnanir sem nú væru nefndar til sögunnar. Rakti hún síðan ráðstöfunarheimildir ráðherra samkvæmt lögum um opinber fjármál. Yrði unnt að bregðast við óvæntum útgjöldum reyndist þess þörf vegna ásakana á hendur Samherja og öðrum. Tveimur dögum fyrir atkvæðagreiðsluna um fjárlögin mánudaginn 25. nóvember gekk Bjarni Benediktsson, fjármála­ og efnahags­ ráðherra, út af þingfundi til að mótmæla fundarstjórn Guðjóns S. Brjánssonar (Sam­ fylkingu), fyrsta varaforseta alþingis, sem gaf flokkssystkinum sínum svigrúm til að vega að ráðherranum með ásökunum um lögbrot. Hann ætlaði ekki að beita sér fyrir auknum fjárheimildum til rannsóknarstofnana heldur þjóna hagsmunum Samherja með skorti á fjárveitingum til innlendra rannsóknaraðila. Þetta gerðu þingmennirnir undir dagskrár­ liðnum „fundarstjórn forseta“. Forseti maldaði í móinn en stýrði ekki fundinum. Guðjón S. Brjánsson afsakaði dugleysi sitt með því að ekki hefði verið vegið að æru Bjarna heldur störfum hans sem fjármálaráðherra. Þessi skýring dugar ekki. Forsetinn var einfaldlega sáttur við það sem á borð var borið. Alþingi setti niður þennan dag vegna þess hve illa forseti þingsins hélt á stjórn mála. Hann sýndi hvorki óhlutdrægni né myndugleika. Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis, gagnrýndi fyrsta varaforseta sinn undir rós í deilu við Píratann Hrafn Helga Gunnarsson um fundarstjórn forseta þriðjudaginn 10. desember þegar hann sagði: „Það er ævagömul venja hér að láta þing­ menn ekki vanvirða dagskrána með þeim hætti að grauta saman umræðum um mál sem þegar eru á dagskrá fundar og taka þau undir öðrum liðum. Forverar mínir hafa hér mann fram af manni haldið mönnum við efnið í þessum efnum. Það þori ég að ábyrgjast með minni þingreynslu. Forseti er ekki að gera neitt annað en það sem fellur undir þá skyldu hans að halda góðri reglu á fundum.“ Þessi áminning forseta alþingis var tímabær. Vonandi tekst honum að fá þá sem sitja með honum í forsætisnefndinni til að virða hana og sýna þann myndugleik á forsetastóli sem dugar til að halda þingmönnum við efnið samkvæmt dagskrá þingsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.