Þjóðmál - 01.12.2019, Page 21

Þjóðmál - 01.12.2019, Page 21
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 19 Heilbrigðisútgjöld eru almennt hærri hjá eldri þjóðum Heilbrigðisútgjöld sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og hlutfall þeirra sem eru eldri en 65 af heildar íbúafjölda Heimildir: OECD og Sameinuðu þjóðirnar 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 Ísland Hlutfall eldri en 65 ára Noregur Heilbrigðisútgjöld % af VLF Danmörk Japan Svíþjóð Síle Engar smáskammtalækningar Öll viljum við að á Íslandi sé framúrskarandi heilbrigðisþjónusta sem er aðgengileg öllum. Einfaldur samanburður á hversu háu hlutfalli af vergri landsframleiðslu hið opinbera ver til málaflokksins er hins vegar mjög bjagaður mælikvarði á það hvernig við stöndum okkur í þeim efnum. Þrátt fyrir að fjárframlög til heilbrigðismála hafi verið aukin um tugi milljarða á undanförnum árum og langt umfram flesta aðra málaflokka eru áfram háværar kröfur um að ekki sé nóg að gert og meira þurfi til. Útgjöld til heilbrigðismála verða aukin um 12 milljarða króna árið 2020 samkvæmt fjárlögum en formaður Læknafélags Íslands tilgreinir í ofangreindum pistli Læknablaðsins að það vanti 30­50 milljarða króna til viðbótar til að tryggja að við séum ekki eftirbátar frændþjóða okkar. Formaður velferðarnefndar sagði í viðtali nýverið að opinber útgjöld til heilbrigðismála væru skammarlega lág. Því er þó ekki að leyna að heilbrigðiskerfið glímir við vanda. Heilsugæslustöðvar þarf að efla, biðlista þarf að stytta og bæta þarf aðbúnað á Landspítalanum. Mikil skammsýni er þó fólgin í því að aukin fjárframlög séu eina lausnin við þeim vanda. Á komandi árum og áratugum er fyrirséð að kostnaður til heilbrigðismála á Íslandi muni aukast samfara því sem þjóðin eldist. Til að tryggja að útgjöld til heilbrigðismála muni ekki sliga landsmenn með hækkandi sköttum í náinni framtíð þarf að snúa vörn í sókn. Sóknafærin hljóta að liggja í aukinni skilvirkni og betri nýtingu fjármagns skattgreiðenda. Endurskoða þarf heilbrigðiskerfið út frá þörfum sjúklinganna með það að sjónarmiði að þeir nýti viðeigandi þjónustu betur hverju sinni og að sjúklingurinn geti farið greiðlega milli úrræða ef þörf krefur. Fjármagn þarf að fylgja sjúklingi en ekki stofnun eins og raunin er nú á flestum sviðum heilbrigðiskerfisins. Sé þó markmiðið að eyða sem mestu fé til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri lands­ framleiðslu þá blasir við að samfara breyttri aldurssamsetningu verðum við áður en langt um líður meðal þeirra þjóða að óbreyttu. Óháð því hvort gæði þjónustunnar fylgi eftir. Varla er það markmið sem við viljum stefna að? Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.