Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 21

Þjóðmál - 01.12.2019, Qupperneq 21
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 19 Heilbrigðisútgjöld eru almennt hærri hjá eldri þjóðum Heilbrigðisútgjöld sem hlutfall af vergri landsframleiðslu og hlutfall þeirra sem eru eldri en 65 af heildar íbúafjölda Heimildir: OECD og Sameinuðu þjóðirnar 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 Ísland Hlutfall eldri en 65 ára Noregur Heilbrigðisútgjöld % af VLF Danmörk Japan Svíþjóð Síle Engar smáskammtalækningar Öll viljum við að á Íslandi sé framúrskarandi heilbrigðisþjónusta sem er aðgengileg öllum. Einfaldur samanburður á hversu háu hlutfalli af vergri landsframleiðslu hið opinbera ver til málaflokksins er hins vegar mjög bjagaður mælikvarði á það hvernig við stöndum okkur í þeim efnum. Þrátt fyrir að fjárframlög til heilbrigðismála hafi verið aukin um tugi milljarða á undanförnum árum og langt umfram flesta aðra málaflokka eru áfram háværar kröfur um að ekki sé nóg að gert og meira þurfi til. Útgjöld til heilbrigðismála verða aukin um 12 milljarða króna árið 2020 samkvæmt fjárlögum en formaður Læknafélags Íslands tilgreinir í ofangreindum pistli Læknablaðsins að það vanti 30­50 milljarða króna til viðbótar til að tryggja að við séum ekki eftirbátar frændþjóða okkar. Formaður velferðarnefndar sagði í viðtali nýverið að opinber útgjöld til heilbrigðismála væru skammarlega lág. Því er þó ekki að leyna að heilbrigðiskerfið glímir við vanda. Heilsugæslustöðvar þarf að efla, biðlista þarf að stytta og bæta þarf aðbúnað á Landspítalanum. Mikil skammsýni er þó fólgin í því að aukin fjárframlög séu eina lausnin við þeim vanda. Á komandi árum og áratugum er fyrirséð að kostnaður til heilbrigðismála á Íslandi muni aukast samfara því sem þjóðin eldist. Til að tryggja að útgjöld til heilbrigðismála muni ekki sliga landsmenn með hækkandi sköttum í náinni framtíð þarf að snúa vörn í sókn. Sóknafærin hljóta að liggja í aukinni skilvirkni og betri nýtingu fjármagns skattgreiðenda. Endurskoða þarf heilbrigðiskerfið út frá þörfum sjúklinganna með það að sjónarmiði að þeir nýti viðeigandi þjónustu betur hverju sinni og að sjúklingurinn geti farið greiðlega milli úrræða ef þörf krefur. Fjármagn þarf að fylgja sjúklingi en ekki stofnun eins og raunin er nú á flestum sviðum heilbrigðiskerfisins. Sé þó markmiðið að eyða sem mestu fé til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri lands­ framleiðslu þá blasir við að samfara breyttri aldurssamsetningu verðum við áður en langt um líður meðal þeirra þjóða að óbreyttu. Óháð því hvort gæði þjónustunnar fylgi eftir. Varla er það markmið sem við viljum stefna að? Höfundur er forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.