Þjóðmál - 01.12.2019, Page 22

Þjóðmál - 01.12.2019, Page 22
20 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Halla Sigrún Mathiesen Rétt skal vera rétt Samkeppnishæfni Það er vinsælt að líta til Norðurlandanna sem undrabarna hagfræðinnar. Stórstjörnur, stjórn málamenn og blaðamenn dást að því að Norðurlöndunum hefur á einhvern ótrúlegan hátt tekist að sveigja lögmál fræðanna. Árið 2006 færði Jeffrey Sachs meira að segja rök fyrir því að velferðar módel Norðurlandanna afsannaði kenningar Friedrichs Hayeks um frjálshyggju. Norðurlöndin státa af miklum lífsgæðum, hagsæld, sterkum kaupmætti, lítilli fátækt, jöfnuði og öflugu velferðarkerfi. Útkoman á að sanna að háir skattar og stórt ríkisbatterí komi ekki þegar allt kemur til alls niður á þrótti atvinnulífsins og lífsgæðum einstaklinga. Í bók sinni Scandinavian Unexceptionalism kryfur höfundurinn Nima Sanandaji algengar mýtur um Norðurlöndin og fer yfir það hver raunveruleg ástæða velmegunar þar sé. Frá árunum 1870 til 1970 voru Norðurlöndin þau lönd sem uxu hvað hraðast í heiminum. Þessi ár einkenndust af umbótum sem voru atvinnulífinu í vil, t.d. með stofnunum banka og tilfærslu landeigna frá landeigendum (e. landlords) til bændanna sjálfra. Velmegunin varð til á tímum þar sem frjálst markaðs­ hagkerfi réð ríkjum, skattar voru lágir og ríkið hafði lágmarksafskipti af atvinnulífinu. Fyrirtæki á borð við IKEA, Volvo og H&M litu dagsins ljós. Á áttunda og níunda áratugnum fór óhófleg stækkun ríkisvaldsins hins vegar að grafa undan framförunum sem höfðu náðst – í formi hárra skatta, ríkulegra ríkis­ úthlutana og erfiðra vinnumarkaðsaðstæðna. Að sögn Sanandaji einkennist menning þessara landa einnig af miklu trausti, ábyrgð, góðri vinnusiðfræði og félagslegri samheldni. Þessir eiginleikar, auk lítillar fátæktar og ójöfnuðar, voru allir fyrir hendi áður en þessi lönd urðu fræg velferðarríki. Ein af niðurstöðum Sanandaji er að sambland þessara þátta – frjálsir markaðir og menningar legir eiginleikar

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.