Þjóðmál - 01.12.2019, Síða 23

Þjóðmál - 01.12.2019, Síða 23
ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 21 – hafi í raun verið ástæða þess að byggja tókst upp velferðarríki, sem gaf góða raun í hóflegri stærð. Þegar Norðurlöndin brugðu hvað lengst frá frjálsu markaðshagkerfi hægðist töluvert á hagvexti, atvinnusköpun og nýsköpun. Ofan af þessu hafa þau þurft að vinda undanfarin ár. Íslendingar bera sig gjarnan saman við hinar Norðurlandaþjóðirnar. Oftar en ekki er sá samanburður notaður til að færa rök fyrir hærri sköttum, auknum ríkisútgjöldum eða umfangsmeiri ríkisrekstri – í takt við þá mýtu sem rakin er hér að ofan. Margir virðast halda að íslenska ríkið sé í samkeppni við önnur norræn ríki um að eyða sem hæstu hlutfalli af landsframleiðslu í ýmsa málaflokka. Þannig samkeppni er ávísun á að allir tapi. Hins vegar er samkeppnishæfni einn af góðum, heildstæðum mælikvörðum á það hvar við stöndum í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir. Samkvæmt International Institute for Management Development (IMD) er samkeppnishæfni þjóða mælikvarði á hvernig ríki stuðla að umhverfi þar sem fyrirtæki geta á sjálfbæran hátt skapað verðmæti. Samkeppnishæfni er með nokkuð sterka fylgni við eiginleika sem teljast eftirsóknarverðir – góð lífskjör, félagslegar framfarir, mikla landsframleiðslu og mikla hamingju. Í nýjustu úttekt IMD á samkeppnis­ hæfni ríkja heimsins var Ísland í 20. sæti af 63 löndum og færðist upp um fjögur sæti frá fyrra ári. Samt sem áður var það neðst Norðurlandaþjóðanna. Úttektin metur þjóðir út frá fjórum megin­ þáttum; efnahagslegri frammistöðu, skilvirkni hins opinbera, skilvirkni atvinnulífs og samfélagslegum innviðum. Deila má um ágæti þessara mælikvarða á velgengni þjóða, en nokkrir áhugaverðir punktar koma fram í úttektinni sem höfundur telur ályktunarbæra. Við stöndum neðarlega – og verr en aðrar Norðurlandaþjóðir – hvað viðkemur efnahags legri frammistöðu, fjármögnun, alþjóðlegri fjárfestingu og regluverki atvinnu lífs. Veikleikar sem bent er á eru ríkiseign fyrirtækja, skilvirkni samkeppnis­ löggjafar og aðgengi að áhættufjármagni, svo dæmi séu tekin. Þegar málefni eins og samfélagsleg umgjörð (jöfnuður o.þ.h.), heilsa, umhverfi og menntun eru annars vegar er Ísland mjög ofarlega og fylgir fast á hæla hinna norrænu landanna, sem reyndar koma betur út. Áhugavert er þó að sjá að stjórnendur telja það eftirsóttasta við Ísland vera opin og jákvæð viðhorf, hátt menntunar stig og hæfni starfsfólks. En hvers vegna skiptir þetta máli? Líkt og Sanandaji bendir á í bók sinni var uppspretta velmegunar á Norðurlöndunum í upphafi öflugt atvinnulíf og rík samfélagssátt, sem gerði það að verkum að þar var hægt að byggja upp velferðarkerfi. Þegar hið opinbera stækkaði um of kom það niður á framþróun, sem vinda þurfti ofan af til að koma í veg fyrir stöðnun. En allar götur síðan hefur stimpill Norðurlandanna verið velferð – háir skattar og umfangsmikil opinber þjónusta. Ýjað hefur verið að beinum orsakatengslum milli þess og hagsældar. En forsenda tilvistar hins opinbera er öflugt atvinnulíf. Þegar nánar er að gáð – og samanber úttekt IMD – koma Norðurlöndin einstaklega vel út á ákveðnum mælikvörðum sem snúa að atvinnulífinu. Á flestum þeirra koma hinar Norðurlandaþjóðirnar betur út en Ísland. Minni munur er þó á frammistöðu Íslands og þeirra á helstu velferðarmæli­ kvörðum, eins og menntun og samfélags legri umgjörð. Samt sem áður snýr ákall þeirra Íslendinga sem lofsama Norðurlöndin oftar en ekki að velferðarhlið jöfnunnar. Ef við ætlum að líta upp til hinna Norður­ landaþjóðanna verðum við að skoða dæmið heildstætt og draga réttan lærdóm af þeirra reynslu. Undirstaða öflugs velferðarkerfis er og hefur alltaf verið öflugt efnahags­ og atvinnulíf. Staðreyndirnar styðja ekki full­ yrðingar um hið gagnstæða. Rétt skal vera rétt. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.