Þjóðmál - 01.12.2019, Page 30

Þjóðmál - 01.12.2019, Page 30
28 ÞJÓÐMÁL Vetur 2019 Höfum brugðist ungu fólki Þá að öðru en kjarasamningum. Hlutverk SA er mun víðtækara en að semja um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði og ekki úr vegi að spyrja Halldór Benjamín um aðra þætti sem snúa að starfi SA og þær áskoranir sem atvinnulífið stendur frammi fyrir á næstu árum og áratugum. Ein af þeim eru menntamál í víðum skilningi. SA birtu í byrjun nóvember skýrslu sem nefnist Menntun og færni við hæfi. Í henni er að finna um þrjátíu tillögur sem miða að því að bæta öll skólastig, framhaldsfræðslu og umgjörð menntamála. „Kjarasamningar eru samningar um uppbyggingu lífskjara fólks og jákvæða þróun samfélagsins. Það eru þó fjölmargir aðrir þættir sem skipta máli fyrir lífskjör þjóðarinnar, meðal annars menntakerfið, og við höfum skoðun á því og látum hana í ljós,“ segir Halldór Benjamín aðspurður um skýrsluna og stöðu menntamála. „Skýrslan byggist á rannsóknum frá öðrum þjóðum sem sýna hvað hefur virkað vel og hvað ekki. Það hafa verið gerðar breytingar á menntakerfinu á undanförnum árum en ýmislegt má betur fara. Nefna má mikið ósamræmi milli þess úr hvaða greinum nemendur útskrifast og eftirspurnar í atvinnu lífinu. Verkalýðshreyfingin og SA vinna saman að mörgum verkefnum. Eitt þeirra er að meta hvaða störf verða til í atvinnu lífi framtíðarinnar. Ef við horfum aftur til nágranna þjóða okkar eins og Breta liggur þar fyrir með nokkurri nákvæmni hversu marga sérhæfða hjúkrunarfræðinga muni vanta á norðurhluta Bretlandseyja eftir tíu ár. Atvinnulífið, menntakerfið og stjórnvöld hafa að mörgu leyti brugðist ungu fólki með því að halda ekki upplýsingum að þeim um hvar eftirspurnin í atvinnulífinu verður í framtíðinni. Rannsóknir sem þessar hafa ekki verið gerðar á Íslandi, en eru nú hafnar.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.